Fótbolti

Van Persie: Æðislegt að leika með Robben

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Van Persie setur fyrirliðabandið á Robben
Van Persie setur fyrirliðabandið á Robben vísir/afp
Arjen Robben hefur farið á kostum með hollenska landsliðinu í heimsmeistarakeppninni í Brasilíu og nýtur samherji hans í framlínunni, Robin van Persie, þess að leika með honum.

Van Persie hefur ekki síður leikið vel fyrir hollenska liðið sem hefur leikið frábærlega í leikjunum tveimur til þessa og skorað alls átta mörk.

Van Persie og Robben hafa skorað þrjú mörk hvor og sá Van Persie ástæðu til að hrósa samherja sínum í samtali við fjölmiðla í Brasilíu.

„Arjen fer frábær knattspyrnumaður og það er æðislegt að leika með honum,“ sagði Van Persie.

„Það getur verið erfitt fyrir okkur að leika báðir mikið fyrir miðju en það virkar því við  höfum skorað sex mörk saman og vonandi getum við haldið svona áfram.

„Hann er óútreiknanlegur fyrir andstæðinginn en ekki fyrir mig og liðið.

„Hann getur þetta allt. Hann er fljótur, skorar og leggur upp mörk.,“ sagði Van Persie sem verður í banni í síðasta leiknum í riðlinum vegna tveggja gulra spjalda.

Holland mætir Chile á morgun en bæði lið eru komin í 16 liða úrslit. Bæði lið vilja vinna leikinn og forðast Brasilíu í 16 liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×