Fótbolti

Aron byrjar á bekknum

Vísir/Getty
Aron Jóhannsson byrjar á varamannabekknum í leik Bandaríkjanna og Portúgal í kvöld. Clint Dempsey byrjar leikinn í stöðu Arons í framlínu bandaríska liðsins.

Aron sem lék í klukkutíma í leik Bandaríkjanna og Gana á mánudaginn tekur sér sæti á varamannabekknum annan leikinn í röð þrátt fyrir að Jozy Altidore sé meiddur.

Í portúgalska liðinu er Cristiano Ronaldo í byrjunarliðinu þrátt fyrir orðróma um að hann hafi meiðst á æfingu í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×