Forseti Litháens líkir Pútín við Stalín, Hitler og Katrínu miklu Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júní 2014 18:15 Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. VISIR/AFP Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Forseti Litháens líkti Vladimír Pútín Rússlandsforseta við Jósef Stalín og Adolf Hitler í samtali við þýska blaðið Focus nú á sunnudag.Forsetinn, Dalia Grybauskaite, segir töluverðan samhljóm vera milli stjórnarhátta þeirra þriggja því núverandi stjórnvöld í Moskvu væru þessi misserin að reyna að sannfæra Eystrasaltsríkin um að yfirgefa NATO í skiptum fyrir ódýrari olíu og gas. Í viðtalinu við Focus tók Grybauskaite í sama streng og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði í mars á þessu ári að inngrip Pútíns í málefnum Krímskagans svipaði til Anschluss Hitlers í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Clinton dró ummæli sín til baka degi síðar en Litháensforsetinn segir líkindin milli Hitlers og Pútíns enn fyllilega til staðar. „Pútín spilaði á þjóðerniskennd til þess að auðvelda sér að sölsa undir sig landsvæði með hernaðaríhlutun. Það er nákvæmlega það sama og Stalín og Hitler gerðu. Þessi samanburður er því enn viðeigandi“ Forsetinn sagði Rússa gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda áhrifum sínum á svæðum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum og Grybauskaite bætti við að þeim væri sérstaklega í mun að halda Eystrasaltsríkjunum háðum risanum í austri. „Samkvæmt okkar heimildum hafa Rússar gert stjórnvöldum í Eistlandi, Lettlandi og Litháen tilboð um lægra verð á olíu og gasi ef þau yfirgefa NATO,“ ítrekaði Grybauskaite og sagði að hinn vestræni heimur ætti að einbeita sér að því að styðja við efnahagslegt sjálfræði fyrrum Sovétríkjanna til að draga úr ítökum stjórnvalda í Moskvu. „Pútín hefur sömu sýn á Rússland og Katrín mikla, hann vill gera hvað hann getur til að vernda áhrif sín á austurhveli jarðar. Persónuleiki hans hefur þróast í furðulega átt,“ sagði Dalia Grybauskaite, forseti Litháens.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira