Fótbolti

Balotelli missti af kveðjuræðu Pirlo

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Balotelli var tekinn af velli í hálfleik.
Balotelli var tekinn af velli í hálfleik. Vísir/Getty
Samkvæmt ítalska miðlinum Repubblica.it hélt Andrea Pirlo kveðjuræðu eftir tap Ítala gegn Úrúgvæ í gærkvöld en Mario Balotelli sem var tekinn af velli í hálfleik var hvergi sjáanlegur.

Pirlo sem er 35 árs gamall opinberaði fyrir mótið að hann myndi hætta með ítalska landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið en hann lék alls 112 leiki í ítölsku treyjunni. Var hann hluti af ítalska liðinu sem varð Heimsmeistari árið 2006 í Þýskalandi.

Pirlo var tekinn í lyfjapróf eftir leikinn og biðu leikmenn liðsins eftir því að Pirlo myndi þakka fyrir sig. Þegar Pirlo mætti inn í klefa var Balotelli hinsvegar hvergi sjáanlegur. Þá hafði hinn litríki Balotelli löngu lokið af sér inn í búningsklefanum og beið eftir liðsfélögum sínum í liðsrútu Ítala.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×