Fótbolti

Fjölskylda Arons horfði á leikinn á iPhone í rútunni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Í rútunni í gær.
Í rútunni í gær. Vísir/Getty
Þetta var leikurinn í dag hjá okkur. Súrelískur dagur. Vera í Recife og sjá aldrei leikvanginn.“

Þetta skrifaði Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Arons Jóhannssonar, með meðfylgjandi mynd á Instagram-síðuna í gærkvöldi en hann var í þeim hópi sem misstu af leik Bandaríkjanna og Þýskalands í gær.

Samgöngur í Recife lömuðust að stórum hluta í gær vegna mikils úrhellis í borginni í gær. Um tíma var óttast að leiknum yrði frestað en svo fór ekki.

Bandrískir fjölmiðlar greina frá því að rútur með fjölskyldum leikmanna hafi gefist upp á miðri leið og að þau hafi mátt láta sér nægja að fylgjast með leiknum í snjallsímum, líkt og fjölskylda Arons gerði í gær.

„Það voru allir glaðir með að Bandaríkin komust áfram í 16-liða úrslitin en það var auðvitað leiðinlegt að komast ekki á leikinn,“ sagði Magnús Agnar í samtali við Vísi í gærkvöldi.

Bandaríkin tapaði fyrir Þýskalandi, 1-0, í gær en komst engu að síður áfram úr riðlakeppninni. Aron sat allan leikinn á varamannabekknum en Magnús Agnar sagði að ekkert hefði verið ákveðið um framhaldið og hvort hópurinn ætlaði að fara á leik Bandaríkjanna og Belgíu í 16-liða úrslitunum á þriðjudagskvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×