Fótbolti

Manchester United á flesta leikmenn sem eru úr leik á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildarliðið Manchester United er það lið sem á flesta leikmenn í þeim liðum sem komust ekki upp úr sínum riðlum á HM í Brasilíu.

Níu leikmenn United-liðsins þurftu að sætta sig við það að komast ekki í sextán liða úrslitin eða einum fleiri en hjá spænska liðinu Barcelona.

Manchester United-mennirnir sem eru úr leik eru Englendingarnir Wayne Rooney, Danny Welbeck, Chris Smalling og Phil Jones, Spánverjarnir Juan Mata og David De Gea, Portúgalinn Nani, Ekvadormaðurnn Antonio Valencia og Japaninn Shinji Kagawa.

Sjö af átta leikmönnum Barcelona sem eru á heimleið léku með Spáni en sá áttundi var Kamerúnmaðurinn Alexandra Song.

Þýska liðið Bayern München á flesta leikmenn sem eru enn inn í keppninni en alls komust tólf af fimmtán leikmönnum liðsins áfram í sextán liða úrslitin.

Lið sem eiga flesta leikmann á HM sem komust ekki í 16 liða úrslit:

Manchester United 9

Barcelona 8

Dinamo Moskva 7

Juventus 7

Real Madrid 7

Lið sem eiga flesta leikmenn í 16 liða úrslitum HM:

Bayern München 12

Napoli 9

Porto 8

Arsenal 7

Chelsea 7

Paris Saint-Germain 7

Internazionale Milan 6

Tottenham 6




Fleiri fréttir

Sjá meira


×