Zamorano: Stuðningsmaður liðsins númer eitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2014 12:17 Ivan Zamorano er hrifinn að þeirri kynslóð sem nú ber uppi landslið Chile. Vísir/AFP Ivan Zamorano, fyrrum framherji Real Madrid, Internazionale og landsliðs Chile, var í viðtali við heimasíðu FIFA, Aþjóðaknattspyrnusambandsins, í gær þar sem hann lofaði þá kynslóð sem nú ber uppi landslið Chile. Aðspurður hvort hægt væri að líkja núverandi kynslóð - sem skaust fram á sjónarsviðið á HM ungmenna 2007 - við þá sem Zamorano, Marcelo Salas og fleiri tilheyrðu, sagði hann: "Þessi kynslóð hefur brotið blað. Chile hefur alltaf átt góða leikmenn, en heil kynslóð af góðum leikmönnum kemur ekki fram á hverjum degi. "Þessir strákar hafa öðruvísi hugarfar. Þegar þú hlustar á þá, tala þeir allir um að þeir ætli sér að verða heimsmeistarar. Á meðan tveir eða þrír leikmenn spiluðu erlendis í hópnum sem tók þátt á HM 1998, þá leika nánast allir í hópnum nú utan landsteinanna. "Þetta lið er betur í stakk búið til að takast á við mismunandi áskoranir: leikmennirnir eru mun þroskaðri og reyndari," sagði Zamorano sem skoraði 34 mörk í 69 landsleikjum á árunum 1987-2001. "Það er alltaf sérstök stund fyrir mig þegar ég sé Chile spila, en það er jafnframt dálítið erfitt. "Að spila fyrir landsliðið var mikilvægasta reynslan á mínum ferli. Að spila og vera fyrirliði fyrir hönd þjóðar þinnar, að syngja þjóðsönginn á HM eða Ólympíuleikjum er draumur hvers fótboltamanns. Það er erfiðara að horfa á leikinn utan frá: þú verður taugaóstyrkari og spenntari. "Það hreyfir við manni að heyra þjóðsönginn á Maracana, að sjá leikmennina syngja af innlifun og heyra stuðningsmennina taka undir með þeim. Það er sérstök tilfinning. Það fær mig til að langa að spila á ný, að vera á vellinum og vera 15 árum yngri. "Þetta er tilfinningarússíbani. Ég er stuðningsmaður liðsins númer eitt og ég ánægður með strákarnir hafi gefið okkur ástæðu til að gleðjast," sagði Zamorano sem skoraði tólf mörk í undankeppninni fyrir HM 1998, sem er met í undankeppninni í Suður-Ameríku. Hann segir mótið í ár vera það besta sem hann man eftir.Zamorano í baráttunni gegn Brasilíu á HM í Frakklandi 1998.Vísir/Getty"Ég er heppinn að hafa upplifað HM frá öllum mögulegum hliðum: ég fór sem stuðningsmaður á HM í Bandaríkjunum 1994 því ég vildi sjá Diego Maradona. Ég var fyrirliði Chile 1998 og líkt og 2010, fjalla ég nú um mótið í sjónvarpinu. Af þeim mótum sem ég hef verið viðstaddur, þá er þetta það besta. "Mótið er haldið í landi þar sem fótboltinn er númer eitt, þar sem hann er trúarbrögð. Það kemur mér ekki á óvart að við höfum séð sóknarbolta, mörg mörk og frábæra skemmtun. Ég er ánægður að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með mótinu." Aðspurður hvort einhver lið eða leikmenn hafi heillað hann hingað til sagði Zamorano: "Við höfum séð lið spila frábærlega í einstaka leikjum, eins Frakklandi gerði gegn Sviss og Hollandi og Chile gerðu gegn Spáni, en það er ekkert sem hefur gert mig agndofa. Aðeins bestu liðin komast í 16-liða úrslitin svo það er eflaust bara tímaspursmál hvenær það gerist. "Hvað leikmennina varðar, þá hef ég hrifist af Neymar, Messi, Robben og Shaqiri. Þeir taka leikina í sínar hendur; það er hrein unun að fylgjast með þeim spila eða hafa þá í þínu liði því þetta eru leikmenn sem skipta sköpum. Alexis Sanchez er aðalmaðurinn hjá Chile. Við spilum best þegar hann er í stuði," sagði Zamorano að lokum. Chile mætir Brasilíu í 16-liða úrslitunum í Belo Horizonte kl. 16:00 í dag. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira
Ivan Zamorano, fyrrum framherji Real Madrid, Internazionale og landsliðs Chile, var í viðtali við heimasíðu FIFA, Aþjóðaknattspyrnusambandsins, í gær þar sem hann lofaði þá kynslóð sem nú ber uppi landslið Chile. Aðspurður hvort hægt væri að líkja núverandi kynslóð - sem skaust fram á sjónarsviðið á HM ungmenna 2007 - við þá sem Zamorano, Marcelo Salas og fleiri tilheyrðu, sagði hann: "Þessi kynslóð hefur brotið blað. Chile hefur alltaf átt góða leikmenn, en heil kynslóð af góðum leikmönnum kemur ekki fram á hverjum degi. "Þessir strákar hafa öðruvísi hugarfar. Þegar þú hlustar á þá, tala þeir allir um að þeir ætli sér að verða heimsmeistarar. Á meðan tveir eða þrír leikmenn spiluðu erlendis í hópnum sem tók þátt á HM 1998, þá leika nánast allir í hópnum nú utan landsteinanna. "Þetta lið er betur í stakk búið til að takast á við mismunandi áskoranir: leikmennirnir eru mun þroskaðri og reyndari," sagði Zamorano sem skoraði 34 mörk í 69 landsleikjum á árunum 1987-2001. "Það er alltaf sérstök stund fyrir mig þegar ég sé Chile spila, en það er jafnframt dálítið erfitt. "Að spila fyrir landsliðið var mikilvægasta reynslan á mínum ferli. Að spila og vera fyrirliði fyrir hönd þjóðar þinnar, að syngja þjóðsönginn á HM eða Ólympíuleikjum er draumur hvers fótboltamanns. Það er erfiðara að horfa á leikinn utan frá: þú verður taugaóstyrkari og spenntari. "Það hreyfir við manni að heyra þjóðsönginn á Maracana, að sjá leikmennina syngja af innlifun og heyra stuðningsmennina taka undir með þeim. Það er sérstök tilfinning. Það fær mig til að langa að spila á ný, að vera á vellinum og vera 15 árum yngri. "Þetta er tilfinningarússíbani. Ég er stuðningsmaður liðsins númer eitt og ég ánægður með strákarnir hafi gefið okkur ástæðu til að gleðjast," sagði Zamorano sem skoraði tólf mörk í undankeppninni fyrir HM 1998, sem er met í undankeppninni í Suður-Ameríku. Hann segir mótið í ár vera það besta sem hann man eftir.Zamorano í baráttunni gegn Brasilíu á HM í Frakklandi 1998.Vísir/Getty"Ég er heppinn að hafa upplifað HM frá öllum mögulegum hliðum: ég fór sem stuðningsmaður á HM í Bandaríkjunum 1994 því ég vildi sjá Diego Maradona. Ég var fyrirliði Chile 1998 og líkt og 2010, fjalla ég nú um mótið í sjónvarpinu. Af þeim mótum sem ég hef verið viðstaddur, þá er þetta það besta. "Mótið er haldið í landi þar sem fótboltinn er númer eitt, þar sem hann er trúarbrögð. Það kemur mér ekki á óvart að við höfum séð sóknarbolta, mörg mörk og frábæra skemmtun. Ég er ánægður að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með mótinu." Aðspurður hvort einhver lið eða leikmenn hafi heillað hann hingað til sagði Zamorano: "Við höfum séð lið spila frábærlega í einstaka leikjum, eins Frakklandi gerði gegn Sviss og Hollandi og Chile gerðu gegn Spáni, en það er ekkert sem hefur gert mig agndofa. Aðeins bestu liðin komast í 16-liða úrslitin svo það er eflaust bara tímaspursmál hvenær það gerist. "Hvað leikmennina varðar, þá hef ég hrifist af Neymar, Messi, Robben og Shaqiri. Þeir taka leikina í sínar hendur; það er hrein unun að fylgjast með þeim spila eða hafa þá í þínu liði því þetta eru leikmenn sem skipta sköpum. Alexis Sanchez er aðalmaðurinn hjá Chile. Við spilum best þegar hann er í stuði," sagði Zamorano að lokum. Chile mætir Brasilíu í 16-liða úrslitunum í Belo Horizonte kl. 16:00 í dag.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Sjá meira