Zamorano: Stuðningsmaður liðsins númer eitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júní 2014 12:17 Ivan Zamorano er hrifinn að þeirri kynslóð sem nú ber uppi landslið Chile. Vísir/AFP Ivan Zamorano, fyrrum framherji Real Madrid, Internazionale og landsliðs Chile, var í viðtali við heimasíðu FIFA, Aþjóðaknattspyrnusambandsins, í gær þar sem hann lofaði þá kynslóð sem nú ber uppi landslið Chile. Aðspurður hvort hægt væri að líkja núverandi kynslóð - sem skaust fram á sjónarsviðið á HM ungmenna 2007 - við þá sem Zamorano, Marcelo Salas og fleiri tilheyrðu, sagði hann: "Þessi kynslóð hefur brotið blað. Chile hefur alltaf átt góða leikmenn, en heil kynslóð af góðum leikmönnum kemur ekki fram á hverjum degi. "Þessir strákar hafa öðruvísi hugarfar. Þegar þú hlustar á þá, tala þeir allir um að þeir ætli sér að verða heimsmeistarar. Á meðan tveir eða þrír leikmenn spiluðu erlendis í hópnum sem tók þátt á HM 1998, þá leika nánast allir í hópnum nú utan landsteinanna. "Þetta lið er betur í stakk búið til að takast á við mismunandi áskoranir: leikmennirnir eru mun þroskaðri og reyndari," sagði Zamorano sem skoraði 34 mörk í 69 landsleikjum á árunum 1987-2001. "Það er alltaf sérstök stund fyrir mig þegar ég sé Chile spila, en það er jafnframt dálítið erfitt. "Að spila fyrir landsliðið var mikilvægasta reynslan á mínum ferli. Að spila og vera fyrirliði fyrir hönd þjóðar þinnar, að syngja þjóðsönginn á HM eða Ólympíuleikjum er draumur hvers fótboltamanns. Það er erfiðara að horfa á leikinn utan frá: þú verður taugaóstyrkari og spenntari. "Það hreyfir við manni að heyra þjóðsönginn á Maracana, að sjá leikmennina syngja af innlifun og heyra stuðningsmennina taka undir með þeim. Það er sérstök tilfinning. Það fær mig til að langa að spila á ný, að vera á vellinum og vera 15 árum yngri. "Þetta er tilfinningarússíbani. Ég er stuðningsmaður liðsins númer eitt og ég ánægður með strákarnir hafi gefið okkur ástæðu til að gleðjast," sagði Zamorano sem skoraði tólf mörk í undankeppninni fyrir HM 1998, sem er met í undankeppninni í Suður-Ameríku. Hann segir mótið í ár vera það besta sem hann man eftir.Zamorano í baráttunni gegn Brasilíu á HM í Frakklandi 1998.Vísir/Getty"Ég er heppinn að hafa upplifað HM frá öllum mögulegum hliðum: ég fór sem stuðningsmaður á HM í Bandaríkjunum 1994 því ég vildi sjá Diego Maradona. Ég var fyrirliði Chile 1998 og líkt og 2010, fjalla ég nú um mótið í sjónvarpinu. Af þeim mótum sem ég hef verið viðstaddur, þá er þetta það besta. "Mótið er haldið í landi þar sem fótboltinn er númer eitt, þar sem hann er trúarbrögð. Það kemur mér ekki á óvart að við höfum séð sóknarbolta, mörg mörk og frábæra skemmtun. Ég er ánægður að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með mótinu." Aðspurður hvort einhver lið eða leikmenn hafi heillað hann hingað til sagði Zamorano: "Við höfum séð lið spila frábærlega í einstaka leikjum, eins Frakklandi gerði gegn Sviss og Hollandi og Chile gerðu gegn Spáni, en það er ekkert sem hefur gert mig agndofa. Aðeins bestu liðin komast í 16-liða úrslitin svo það er eflaust bara tímaspursmál hvenær það gerist. "Hvað leikmennina varðar, þá hef ég hrifist af Neymar, Messi, Robben og Shaqiri. Þeir taka leikina í sínar hendur; það er hrein unun að fylgjast með þeim spila eða hafa þá í þínu liði því þetta eru leikmenn sem skipta sköpum. Alexis Sanchez er aðalmaðurinn hjá Chile. Við spilum best þegar hann er í stuði," sagði Zamorano að lokum. Chile mætir Brasilíu í 16-liða úrslitunum í Belo Horizonte kl. 16:00 í dag. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira
Ivan Zamorano, fyrrum framherji Real Madrid, Internazionale og landsliðs Chile, var í viðtali við heimasíðu FIFA, Aþjóðaknattspyrnusambandsins, í gær þar sem hann lofaði þá kynslóð sem nú ber uppi landslið Chile. Aðspurður hvort hægt væri að líkja núverandi kynslóð - sem skaust fram á sjónarsviðið á HM ungmenna 2007 - við þá sem Zamorano, Marcelo Salas og fleiri tilheyrðu, sagði hann: "Þessi kynslóð hefur brotið blað. Chile hefur alltaf átt góða leikmenn, en heil kynslóð af góðum leikmönnum kemur ekki fram á hverjum degi. "Þessir strákar hafa öðruvísi hugarfar. Þegar þú hlustar á þá, tala þeir allir um að þeir ætli sér að verða heimsmeistarar. Á meðan tveir eða þrír leikmenn spiluðu erlendis í hópnum sem tók þátt á HM 1998, þá leika nánast allir í hópnum nú utan landsteinanna. "Þetta lið er betur í stakk búið til að takast á við mismunandi áskoranir: leikmennirnir eru mun þroskaðri og reyndari," sagði Zamorano sem skoraði 34 mörk í 69 landsleikjum á árunum 1987-2001. "Það er alltaf sérstök stund fyrir mig þegar ég sé Chile spila, en það er jafnframt dálítið erfitt. "Að spila fyrir landsliðið var mikilvægasta reynslan á mínum ferli. Að spila og vera fyrirliði fyrir hönd þjóðar þinnar, að syngja þjóðsönginn á HM eða Ólympíuleikjum er draumur hvers fótboltamanns. Það er erfiðara að horfa á leikinn utan frá: þú verður taugaóstyrkari og spenntari. "Það hreyfir við manni að heyra þjóðsönginn á Maracana, að sjá leikmennina syngja af innlifun og heyra stuðningsmennina taka undir með þeim. Það er sérstök tilfinning. Það fær mig til að langa að spila á ný, að vera á vellinum og vera 15 árum yngri. "Þetta er tilfinningarússíbani. Ég er stuðningsmaður liðsins númer eitt og ég ánægður með strákarnir hafi gefið okkur ástæðu til að gleðjast," sagði Zamorano sem skoraði tólf mörk í undankeppninni fyrir HM 1998, sem er met í undankeppninni í Suður-Ameríku. Hann segir mótið í ár vera það besta sem hann man eftir.Zamorano í baráttunni gegn Brasilíu á HM í Frakklandi 1998.Vísir/Getty"Ég er heppinn að hafa upplifað HM frá öllum mögulegum hliðum: ég fór sem stuðningsmaður á HM í Bandaríkjunum 1994 því ég vildi sjá Diego Maradona. Ég var fyrirliði Chile 1998 og líkt og 2010, fjalla ég nú um mótið í sjónvarpinu. Af þeim mótum sem ég hef verið viðstaddur, þá er þetta það besta. "Mótið er haldið í landi þar sem fótboltinn er númer eitt, þar sem hann er trúarbrögð. Það kemur mér ekki á óvart að við höfum séð sóknarbolta, mörg mörk og frábæra skemmtun. Ég er ánægður að hafa fengið tækifæri til að fylgjast með mótinu." Aðspurður hvort einhver lið eða leikmenn hafi heillað hann hingað til sagði Zamorano: "Við höfum séð lið spila frábærlega í einstaka leikjum, eins Frakklandi gerði gegn Sviss og Hollandi og Chile gerðu gegn Spáni, en það er ekkert sem hefur gert mig agndofa. Aðeins bestu liðin komast í 16-liða úrslitin svo það er eflaust bara tímaspursmál hvenær það gerist. "Hvað leikmennina varðar, þá hef ég hrifist af Neymar, Messi, Robben og Shaqiri. Þeir taka leikina í sínar hendur; það er hrein unun að fylgjast með þeim spila eða hafa þá í þínu liði því þetta eru leikmenn sem skipta sköpum. Alexis Sanchez er aðalmaðurinn hjá Chile. Við spilum best þegar hann er í stuði," sagði Zamorano að lokum. Chile mætir Brasilíu í 16-liða úrslitunum í Belo Horizonte kl. 16:00 í dag.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Fleiri fréttir Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Sjá meira