Fótbolti

Welbeck tæpur fyrir fyrsta leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Danny Welbeck og Daniel Sturridge.
Danny Welbeck og Daniel Sturridge. Vísir/Getty
Danny Welbeck meiddist á æfingu enska landsliðsins á dögunum og er tæpur fyrir fyrsta leik liðsins gegn Ítalíu á Heimsmeistaramótinu. England mætir Ítalíu í Manaus á laugardaginn.

Meiðslin komu upp á æfingu liðsins á þriðjudaginn. Welbeck meiddist aftan í læri og þurfti að draga sig til hliðar af æfingunni.

Welbeck hefur átt góðu gengi að fagna í enska landsliðinu undir stjórn Roy Hodgson og var talið víst að hann ætti víst byrjunarliðssæti í Brasilíu. Fjarvera hans gæti opnað dyrnar fyrir Raheem Sterling í byrjunarliði enska liðsins.

Leikur Englands og Ítalíu fer fram í Mananus sem er í miðjum Amazon-skóginum. Fyrir vikið mun enska liðið taka inn malaríutöflur næstu tvo daga til þess að vernda leikmennina samkvæmt læknisráði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×