Fótbolti

Suárez æfir þrisvar á dag í von um að ná HM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Luis Suárez verður vonandi með.
Luis Suárez verður vonandi með. Vísir/getty
Luis Suárez, framherji Liverpool og úrúgvæska landsliðsins í knattspyrnu, æfir nú eins og óður maður til að vera klár í slaginn fyrir HM í Brasilíu sem hefst á morgun.

Suárez fór í aðgerð á hné 22. maí og er nú á fullu í endurhæfingu og að æfa aukalega svo hann geti spilað helst alla leikina með Úrúgvæ í hinum erfiða D-riðli á HM þar sem liðið mætir Englandi, Ítalíu og Kosta Ríka.

„Hann er gríðarlega einbeittur. Hann æfir tvisvar til þrisvar á dag og við vonumst til að fá hann aftur í hópinn sem fyrst,“ segir CristianRodríguez, samherji Suárez í landsliðinu.

Úrúgvæ byrjar á leik gegn Kosta Ríka á laugardaginn og mætir svo Englandi 19. júní áður en það spilar við Ítali fimm dögum síðar í lokaleik riðilsins.

ÓscarTabárez, þjálfari Úrúgvæ, er vongóður um að Suárez geti tekið virkan þátt á HM.

„Honum gengur vel. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann snýr aftur en ef ég fengi að ráða myndi hann spila á morgun,“ segir Óscar Tabárez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×