Fótbolti

Platini stoltur af uppreisn Evrópu gegn Blatter

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sepp Blatter gæti haldið áfram sem forseti.
Sepp Blatter gæti haldið áfram sem forseti. vísir/getty
Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, er mjög stoltur af uppreisn nokkurra sérsambanda UEFA gegn Sepp Blatter, forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA.

Blatter sagðist á dögunum hafa áhuga á því að sitja eitt kjörtímabil til viðbótar sem forseti FIFA en hann hefur áður sagt að hann ætlaði að stíga til hliðar á þessu ári. Hann er 78 ára gamall.

Öll spjót standa að Blatter þessa dagana sem brást illa við ásökunum í nýjum blaðagreinum enskra dagblaða um spillinguna á bakvið væntanlega heimsmeistarakeppni í Katar árið 2022.

Blatter sagði rasisma á bakvið ásakanir allra þeirra sem trúa að Katar hafi ekki fengið HM 2022 heiðarlega.

„Ég var mjög stoltur af Evrópubúunum,“ sagði Platini á fundi UEFA í Sao Paulo í gær.

Forsetar knattspyrnusambanda Englands, Hollands, Noregs og Þýskalands létu allir í sér heyra og sögðu Blatter að láta af störfum á þessu ári eins og hann hafði lofað.

Greg Dyke, forseti enska knattspyrnusambandsins, var mjög harðorður í garð Blatters og sagði: „Að segja rasisma á bakvið ásakanir í þinn garð í breskum blöðum er óboðlegt.“

„Þessar ásakanir hafa ekkert með rasisma að gera heldur spillingu innan FIFA. Þetta verður að rannsaka. Herra Blatter, mörgum okkar var brugðið að sjá viðbrögð þín. Það er kominn tími fyrir FIFA að hætta að skjóta sendiboðann og þess í stað líta inn á við.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×