Fótbolti

Þessi hópur gæti farið langt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo telur að portúgalska liðið eigi möguleika á því að komast langt á Heimsmeistaramótinu í sumar. Ronaldo verður í eldlínunni með Portúgal gegn Þýskalandi í dag.

Ronaldo hefur átt stórkostlegt tímabil hingað til. Í janúar var hann kosinn besti leikmaður heimsins og vann félagslið hans, Real Madrid sigur á nágrönnum sínum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í maí.

Eina sem vantar í safnið hjá Ronaldo eru titlar með landsliðinu og vonast Ronaldo til þess að það komi í sumar.

„Að mínu mati er ég á hápunkti ferilsins núna. Þetta mót er ólíkt mótunum sem ég hef tekið þátt í, það eru margir nýjir leikmenn en ég hef trú á að þessi hópur gæti farið langt.“

Ronaldo gerði lítið úr meiðslum sem hann hefur glímt við undanfarnar vikur en tók fyrir að hann myndi spila meiddur.

„Það er allt liðið hjá. Ég hef ekki spilað án sársauka í mörg ár, það er hluti starfsins. Ef eitthvað kemur upp á mun ég meta stöðuna. Ég ætla ekki að stofna ferlinum í hættu fyrir eitt mót,“ sagði Ronaldo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×