Innlent

Vilja ekki samstarf við Framsóknarflokkinn

Höskuldur Kári Schram skrifar
Dagur B. Eggertsson verðandi borgarstjóri, Sóley Tómasdóttir verðandi forseti borgarstjórnar og Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata.
Dagur B. Eggertsson verðandi borgarstjóri, Sóley Tómasdóttir verðandi forseti borgarstjórnar og Halldór Auðar Svansson oddviti Pírata.
Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna og verðandi forseti borgarstjórnar segir að nýr borgarstjórnarmeirihluti hafi efasemdir um það hvort Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur. Þess vegna hafi verið ákveðið að bjóða honum ekki til samstarfs í ráðum og nefndum borgarinnar.

„Við í meirihlutanum höfum haft miklar efasemdir um það hvort Framsóknarflokkurinn sé stjórntækur flokkur og teljum ekki ástæðu til að fara í frekara samstarf við hann en við þurfum,“ segir Sóley.

Er þá verið að refsa Framsóknarflokknum sérstaklega útaf umræðunni í tengslum við moskumálið í aðdraganda kosninga?

„Sú umræða var þessum flokki ekki til framdráttar,“ segir Sóley.

Hún segir að Framsóknarflokkurinn verði að gera hreint fyrir sínum dyrum.

„Ég held að við séum sammála um það í meirihlutanum að stjórnmálaflokkar tali af virðingu um alla hópa samfélagsins og virði þann fjölbreytileika sem hér er,“ segir Sóley.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.