Óútskýrður fjöldadauði á sjófuglum Svavar Hávarðsson skrifar 16. júní 2014 13:52 Allar riturnar sem fundust voru í fjörukambi ofan flæðamáls svo talið er að mun fleiri fuglar hafi drepist en þeir 70 sem fundust. Mynd/Menja Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Fjöldi sjófugla af þremur tegundum fundust dauðir á Fróðárrifi á Snæfellsnesi í síðustu viku. Frá miðjum maí hafa einnig fundist 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp stutt frá. Ástæður fugladauðans liggja ekki fyrir en engin sýnileg merki eru um fuglunum sem geta skýrt fjöldadauðann. „Fuglinn var dreifður vítt og breitt við vatnið og rifið,“ segir Sigurður Sigurðsson, einn landeigenda Fróðár, sem gekk fram á dauða fuglana og tilkynnti Náttúrustofu Vesturlands (NV) frá fundi sínum á miðvikudag. Að sögn Menju von Schmalensee, sérfræðings hjá NV, fundust tveimur dögum síðar 70 dauðar ritur á litlu svæði á rifinu, ásamt dauðum skörfum og æðarfugli. Auk þess fundust á staðnum dauðar flundrur, sem er smávaxin flatfiskur, sem skolað hafði á land við Bugsvötn innan rifsins. Þá var ljóst að mati heimamanna að mörgum hræjanna hafði þá skolað á haf út, enda stækkandi straumur. Hræætur höfðu kroppað í flesta fuglana, en engu að síður fundust nokkrir heilir, og greinilega nýdauðir. Þeim var safnað til að hafa möguleika á frekari rannsóknum, en ekki er vitað hvað veldur, og engin sýnileg ummerki á fuglunum sem skýrt gætu dánarmein þeirra. Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, fór á vettvang ásamt starfsmönnum náttúrustofunnar, en setrið hefur til rannsóknar annað tilvik þar sem nýlega fundust um 50 dauðir æðarfuglar við æðarvarp á Rifi, um tíu kílómetra frá Fróðárrifi. „Æðarfuglarnir verða sendir til greiningar til bandarískra sérfræðinga í fuglasjúkdómum, en frá maí hafa fundist 50 fuglar af báðum kynjum í grennd við æðarvarpið. Það vekur athygli að um tvö tilvik er að ræða á stuttum tíma, og í báðum tilvikum sjófugl,“ segir Jón Einar. Spurður um kenningar um orsök fjöldadauðans, segir Jón Einar að ástand fuglanna hafi verið mismunandi. Sumir magrir, aðrir vel haldnir. Í æðarvarpinu var um þverskurð af varpfuglinum, mismunandi aldur og ástand. Hins vegar virðist varpið ganga sinn vanagang og kollurnar byrjaðar að leiða út unga. Jón Einar segir að tegundirnar tvær; æðarfugl og rita eigi fátt sameiginlegt. Hins vegar nota þær báðar ferskvatnstjarnir á þessum árstíma, og beinist grunur manna því að tjörnum á svæðinu.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira