Fótbolti

„Svörtum og múslimum er kennt um slæmt gengi“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto segir að fordómar ríki í Frakklandi gagnvart leikmönnum ákveðinna þjóðfélagshópa í landsliðinu.

Assou-Ekotto fæddist í Frakklandi en kaus frekar að spila með landsliði Kamerún, landi föður síns.

„Þegar franska landsliðinu gengur illa er sagt að það séu of margir svartir leikmenn og múslimar í liðinu og þar fram eftir götunum,“ sagði Assou-Ekotto í samtali við BBC.

„Mér líkar ekki við það. Það þjónar engum tilgangi að spila með landsliði slíkrar þjóðar.“

Assou-Ekotto fór frá Lens í Frakklandi til Tottenham árið 2006 og gaf kost á sér í landslið Kamerún þremur árum síðar. Hann var í byrjunarliði Kamerún sem tapaði fyrir Mexíkó, 1-0, í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Assou-Ekotto og félagar mæta svo Króatíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×