HM-Uppbótartíminn: Wilmots var nægilega hugaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2014 10:30 Thomas Müller var ósáttur með hegðun Pepe. Vísir/Getty Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Sjá meira
Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim vill Neves Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Sjá meira
HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00
HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45