HM-Uppbótartíminn: Wilmots var nægilega hugaður Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. júní 2014 10:30 Thomas Müller var ósáttur með hegðun Pepe. Vísir/Getty Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. Góð umferð fyrir... Thomas Müller, Þýskalandi Thomas Müller er með einn gullskó frá Heimsmeistaramótinu frá mótinu í Suður-Afríku og hann sýndi í fyrsta leik Þýskalands að það var engin heppni. Þrenna í fyrsta leik og tryggði sæti sitt í ógnarsterku byrjunarliði Þjóðverja sem eru til alls líklegir.Leikmenn Kosta Ríka Fáir gáfu leikmönnum Kosta Ríka einhverja möguleika gegn ógnarsterku liði Úrúgvæ. Úrúgvæ, England og Ítalía hafa eflaust horft á leikinn gegn Kosta Ríka sem formsatriði en eftir eina umferð situr liðið á toppi hins svokallaða dauðariðils. Sigur Kosta Ríka kom skemmtilega á óvart og minnir aðdáendur á að ekkert er öruggt á mótinu.Marc Wilmots, þjálfari Belgíu Mikil spenna var fyrir fyrsta leik Belgíu gegn Alsír eftir gríðarlegan uppgang í belgískum fótbolta undanfarin ár. Alsír komst óvænt yfir í fyrri hálfleik og náði að loka á skærustu stjörnur Belga. Wilmots hafði kjark til þess að taka m.a. Romelu Lukaku út af, breytti skipulagi liðsins og enduðu varamenn liðsins á því að tryggja Belgum sigurinn.Vísir/Getty...Erfið umferð fyrirPepe, Portúgal Margir efast um heimskupör Pepe á ferlinum en hann minnti á sig í leik Portúgal og Þýskalands. Pepe vann boltann í baráttu við Müller sem lét sig falla og hélt um andlitið. Dómarinn lét leikinn ganga en um leið og Pepe var laus við boltann fór hann og virtist skalla sitjandi Müller. Ævintýrilega heimskulegt hjá varnarmanninum og var dómari leiksins fljótur að reka hann af velli. Portúgal fékk skell gegn Þýskalandi og verður Pepe í banni gegn Bandaríkjunum á sunnudaginn.Leikmenn Spánar Spánverjar eru ríkjandi Heims- og Evrópumeistarar en úrslit leiksins Hollandi á föstudaginn kipptu þeim aftur niður á jörðina. Xabi Alonso kom Spánverjum yfir snemma leiks en Hollendingar einfaldlega slátruðu þeim í seinni hálfleik. Stærsta tap ríkjandi Heimsmeistara og næst stærsta tap Spánar á HM frá upphafi. Spánn mætir Síle í kvöld og verður einfaldlega að taka þrjú stig ætli þeir sér upp úr riðlinum.Leikmenn Úrúgvæ Þrátt fyrir að vera án Luis Suarez átti leikurinn gegn Kosta Ríka einfaldlega að vera formsatriði fyrir Úrúgvæ. Eftir tapið gegn Kosta Ríka þurfa leikmenn Úrúgvæ að vinna leiki sína gegn Englandi og Ítalíu til þess að eiga einhverja möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Eflaust væri hægt að kaupa alla leikmenn landsliðs Kosta Ríka oftar en tvisvar fyrir jafnvirði kaupverðs Edinson Cavani, leikmanns Úrúgvæ sem var keyptur til PSG fyrir 50 milljónir evra síðastliðið sumar.Vísir/Getty
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00 HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
HM-Uppbótartíminn: Gott gengi Müller heldur áfram Fyrstu umferð Heimsmeistaramótsins lauk í gærkvöldi með jafntefli Suður-Kóreu og Rússlands. Vísir mun gera upp umferðina á léttum nótum í dag. 18. júní 2014 12:00
HM-Uppbótartíminn: Myndasyrpa Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndasyrpu frá fyrstu umferðinni á Heimsmeistaramótinu sem lauk í gærkvöld. 18. júní 2014 17:45