Innlent

Telur líklegt að Píratar hafi greitt atkvæði utankjörfundar

Ingvar Haraldsson skrifar
Píratar vonast til þess að fylgið rétti úr kúttnum síðar í nótt.
Píratar vonast til þess að fylgið rétti úr kúttnum síðar í nótt. vísir/Daníel

Halldór Auðar Svansson, oddviti Pírata í Reykjavík, vonast til þess að Píratar muni ná inn manni. Þó sé full snemmt að tjá sig um tölurnar því eftir eigi að telja stóran hluta atkvæða.

Halldór vonast til þess að kjósendur Pírata hafi mætt seinna en aðrir á kjörstað. Hann segir einnig líklegt að margir kjósendur Pírata hafi greitt utankjörfundaratkvæði.

„Ég er bjarstsýnn á nóttina og það er nóg eftir“ segir Halldór. 

Hér að ofan má sjá myndir úr kosningavöku Pírata í Tjarnabíói.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.