Gunnar Axel segir meirihlutamyndun í Hafnarfirði í höndum Bjartrar framtíðar Randver Kári Randversson skrifar 1. júní 2014 13:26 Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. „Ég lít svo á að það sé í raun núna í höndum Bjartar framtíðar að velja hvort þau vilja starfa með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum, eða hvort þau vilja veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn næstu fjögur árin.“ Þetta segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna féll í Hafnarfirði. Samfylkingin tapaði um helmingi fylgis síns frá síðustu kosningum og tapaði tveimur bæjarfulltrúum, fær þrjá bæjarfulltrúa í stað fimm. Gunnar skýrir úrslitin með þessum hætti. „Fylgi greitt jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum í Hafnarfirði dreifðist meira heldur en áður. Það var að mörgu leyti fyrirséð. Stuðningur við eina hægriflokkinn er að dragast saman, hann er ekki að aukast. Þannig að það er ekki einhver augljós sveifla í þá áttina, pólitískt séð.“ Hann metur stöðu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að mörgu leyti sterka og segir flokkinn ekki munu skorast undan þeirri ábyrgð að setjast í meirihluta ef til hans væri leitað. Það sé að mörgu leyti rökréttast að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði vinni saman. Meirihluti Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar myndi eiga mun meira sameiginlegt málefnalega séð heldur meirihluti með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að vinna úr þessari stöðu. Staða Samfylkingarinnar er að mörgu leyti sterk eftir sem áður, sem stjórnmálaafls, og ég er bjartsýnn á að við náum vopnum okkar aftur. Við ætlum að vinna vel fyrir hönd bæjarbúa næstu fjögur árin og vinna með öllu því góða fólki sem fékk stuðning kjósenda í gær, að þeim verkefnum sem framundan eru. Ég hef fulla trú á að fylgi okkar muni vaxa í samræmi við það.“ Í morgun birti Gunnar Axel eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni:Kæru vinir og félagar, þrátt fyrir að samanlagt séu frjálslyndir jafnaðarmenn- og félagshyggjuflokkarnir að fá stuðning meirihluta kjósenda í Hafnarfirði þá er landslagið breytt og staðan ólík því sem margir höfðu haft væntingar um. Við vissum fyrirfram að það væri á brattann að sækja og landslagið væri ólíkt því sem var árið 2010, fleiri flokkar yrðu í framboði og atkvæði greidd öðrum en hægrimönnum myndu dreifast meira en áður. Við sem fórum fram fyrir Samfylkinguna háðum heiðarlega kosningabaráttu sem hvíldi á okkar eigin málefnum og áherslum, vorum við sjálf, töluðum fyrir okkur sjálf og sýndum öðrum fólki og þeirra skoðunum virðingu. Ég er afskaplega stoltur af okkar góða fólki og þeirra framgöngu í þessari kosningabaráttu. Auðvitað voru það vonbrigði að við skyldum ekki ná inn fjórða manninum eins og við stefndum að en í ljósi þess að við vorum að mælast með tvo menn fyrr í vetur þá er þetta engu að síður varnarsigur í mínum huga. Framundan er vinna í þágu bæjarbúa og ég hlakka til þess að takast á við verkefnin með öllu því góða fólki sem fékk stuðning kjósenda í gær. Áfram Hafnarfjörður! Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
„Ég lít svo á að það sé í raun núna í höndum Bjartar framtíðar að velja hvort þau vilja starfa með hinum jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum, eða hvort þau vilja veita Sjálfstæðisflokknum stuðning sinn næstu fjögur árin.“ Þetta segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Meirihluti Samfylkingar og Vinstri grænna féll í Hafnarfirði. Samfylkingin tapaði um helmingi fylgis síns frá síðustu kosningum og tapaði tveimur bæjarfulltrúum, fær þrjá bæjarfulltrúa í stað fimm. Gunnar skýrir úrslitin með þessum hætti. „Fylgi greitt jafnaðar- og félagshyggjuflokkunum í Hafnarfirði dreifðist meira heldur en áður. Það var að mörgu leyti fyrirséð. Stuðningur við eina hægriflokkinn er að dragast saman, hann er ekki að aukast. Þannig að það er ekki einhver augljós sveifla í þá áttina, pólitískt séð.“ Hann metur stöðu Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að mörgu leyti sterka og segir flokkinn ekki munu skorast undan þeirri ábyrgð að setjast í meirihluta ef til hans væri leitað. Það sé að mörgu leyti rökréttast að félagshyggjuflokkarnir í Hafnarfirði vinni saman. Meirihluti Vinstri grænna, Bjartar framtíðar og Samfylkingar myndi eiga mun meira sameiginlegt málefnalega séð heldur meirihluti með þátttöku Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að vinna úr þessari stöðu. Staða Samfylkingarinnar er að mörgu leyti sterk eftir sem áður, sem stjórnmálaafls, og ég er bjartsýnn á að við náum vopnum okkar aftur. Við ætlum að vinna vel fyrir hönd bæjarbúa næstu fjögur árin og vinna með öllu því góða fólki sem fékk stuðning kjósenda í gær, að þeim verkefnum sem framundan eru. Ég hef fulla trú á að fylgi okkar muni vaxa í samræmi við það.“ Í morgun birti Gunnar Axel eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni:Kæru vinir og félagar, þrátt fyrir að samanlagt séu frjálslyndir jafnaðarmenn- og félagshyggjuflokkarnir að fá stuðning meirihluta kjósenda í Hafnarfirði þá er landslagið breytt og staðan ólík því sem margir höfðu haft væntingar um. Við vissum fyrirfram að það væri á brattann að sækja og landslagið væri ólíkt því sem var árið 2010, fleiri flokkar yrðu í framboði og atkvæði greidd öðrum en hægrimönnum myndu dreifast meira en áður. Við sem fórum fram fyrir Samfylkinguna háðum heiðarlega kosningabaráttu sem hvíldi á okkar eigin málefnum og áherslum, vorum við sjálf, töluðum fyrir okkur sjálf og sýndum öðrum fólki og þeirra skoðunum virðingu. Ég er afskaplega stoltur af okkar góða fólki og þeirra framgöngu í þessari kosningabaráttu. Auðvitað voru það vonbrigði að við skyldum ekki ná inn fjórða manninum eins og við stefndum að en í ljósi þess að við vorum að mælast með tvo menn fyrr í vetur þá er þetta engu að síður varnarsigur í mínum huga. Framundan er vinna í þágu bæjarbúa og ég hlakka til þess að takast á við verkefnin með öllu því góða fólki sem fékk stuðning kjósenda í gær. Áfram Hafnarfjörður!
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira