Innlent

Bein leið, Frjálst afl og Samfylking mynda meirihluta í Reykjanesbæ

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sex bæjarfulltrúar þrigga flokka, Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar. F.v.: Friðjón Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Guðbrandur Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Sex bæjarfulltrúar þrigga flokka, Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar. F.v.: Friðjón Einarsson, Anna Lóa Ólafsdóttir, Gunnar Þórarinsson, Elín Rós Bjarnadóttir, Guðbrandur Einarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir. mynd/eyþór
Oddvitar Beinnar leiðar, Frjáls afls og Samfylkingar og óháðra í Reykjanesbæ komu saman í dag og skrifuðu undir samstarfssamning um stjórnun bæjarins næstu fjögur árin. Fyrstu skref þeirra verða úttekt á fjármálum og rekstri auk þess sem auglýst verður eftir bæjarstjóra. Víkurfréttir greina frá.

Árni Sigfússon, sitjandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ og oddviti Sjálfstæðisflokks hefur verið bæjarstjóri í Reykjanesbæ í tólf ár, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í sveitarfélaginu frá stofnun þess árið 1994. Eftir að meirihlutinn féll í gærkvöld var fánum Sjálfstæðisflokksins flaggað í hálfa stöng.

Oddvitarnir þrír, Guðbrandur Einarsson hjá Beinni leið, Gunnar Einarsson hjá Frjálsu afli og Friðjón Einarsson hjá Samfylkingu segja ljóst að vilji hafi verið meðal bæjarbúa um breytingar á stjórnun bæjarins og hafi því skylda þeirra verið að ræða saman.

Síðasti fundur núverandi bæjarstjórnar verður næstkomandi þriðjudag.

Fréttamaður Víkurfrétta náði tala af oddvitunum þremur í dag og má sjá viðtalið í heild sinni í myndskeiðinu hér að neðan. 


Tengdar fréttir

Fálkanum flaggað í hálfa

Fánum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ var flaggað í hálfa stöng í kvöld eftir að meirihluti flokksins féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×