Innlent

Meirihlutaviðræður í Reykjanesbæ hafnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Friðjón og Guðbrandur í næturgöngu.
Friðjón og Guðbrandur í næturgöngu. mynd/hilmar bragi
Meirihlutaviðræður eru hafnar í Reykjanesbæ á milli Samfylkingar og óháðra, Beinnar leiðar og Frjáls afls.

Víkurfréttir náðu tali af oddvitunum, þeim Friðjóni Einarssyni hjá Samfylkingu og óháðum, Guðbrandi Einarssyni hjá Beinni leið og Gunnari Þórarinssyni hjá Frjálsu afli, en viðræðurnar áttu sér stað í næturgöngu þeirra í kvöld.

Flokkarnir þrír fengu sex menn sem skiptast jafnt á milli framboðanna og dugar það til að mynda þriggja flokka meirihluta í Reykjanesbæ. 

Árni Sigfússon, sitjandi bæjarstjóri í Reykjanesbæ og oddviti Sjálfstæðisflokks, sagði í kvöld að nái flokkurinn ekki hreinum meirihluta væru bæjarfulltrúar flokksins reiðubúnir til að vinna með fulltrúum allra flokka.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í Reykjanesbæ frá stofnun sveitarfélagsins árið 1994, eða í tuttugu ár.

Fánum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ var flaggað í hálfa stöng í kvöld eftir að meirihluti flokksins féll. Flokkurinn missir þrjá menn og heldur fjórum.

Í Reykjanesbæ var 69 prósenta kjörsókn. Lokatölurnar eru eftirfarandi:

Á-Listi 14,9% - Tveir menn inni maður inni -

B-listi 7,8% - Einn maður inni

D-listi 35,5% - Fjórir menn inni

S-listi 20,2% - Tveir menn inni

Y-listi 16,4% - Tveir menn inni

Þ-listi 2,4%






Tengdar fréttir

Fálkanum flaggað í hálfa

Fánum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ var flaggað í hálfa stöng í kvöld eftir að meirihluti flokksins féll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×