Innlent

Dæmdur fyrir að hafa áreitt frænku sína og systur

vísir/gva
Karlmaður var í Hæstarétti Íslands í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa áreitt frænku sína og systur kynferðislega og fyrir að hafa myndað frænku sína á kynferðislegan og klámfenginn hátt og fyrir að hafa haft í vörslum sínum ljósmyndir og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt var í dag dæmdur í átta mánaða fangelsi, þar af fimm mánuði skilorðsbundna. Frænka hans var 12-14 ára þegar brotin áttu sér stað.

Þá er honum gert að greiða frænku sinni og systur 1.200 þúsund samtals, eða 600 þúsund hvorri um sig.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn í 15 mánaða fangelsi, þar af 12 mánuði skilorðsbundna, í mars á síðasta ári.  Ríkissaksóknari skaut málinu til hæstaréttar í júní sama ár. Ákæruvaldið krafðist þess að refsing hans yrði þyngd, en krafðist maðurinn þess að hann yrði sýknaður af öllum kröfum.

Vegna ungs aldurs mannsins þegar brotin voru framin þótti rétt að fresta fullnustu fimm mánaða af refsingunni skilorðsbundið í þrjú ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×