Framsóknarmenn æfir út í Hallgrím Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 12:16 Guðfinna vandar Hallgrími ekki kveðjurnar og segir nýtt ljóð hans argasti dónaskapur. Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira