Framsóknarmenn æfir út í Hallgrím Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 12:16 Guðfinna vandar Hallgrími ekki kveðjurnar og segir nýtt ljóð hans argasti dónaskapur. Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira