Framsóknarmenn æfir út í Hallgrím Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2014 12:16 Guðfinna vandar Hallgrími ekki kveðjurnar og segir nýtt ljóð hans argasti dónaskapur. Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira
Guðfinnu Jóh. Guðmundsdóttur, nýjum borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, er nóg boðið eftir að Hallgrímur Helgasonbirti ljóð á Herðubreið - og fordæmir kveðskapinn. „Mér er algerlega misboðið. ÉG átta mig ekki á því hvað á sér stað í höfðinu á fólki sem lætur svona,“ segir Guðfinna. Ekkert lát er á umræðunni um moskuútspil Framsóknarmanna í nýafstaðinni kosningabaráttu, um að draga beri lóðaúthlutun borgarinnar til Félags múslima á Íslandi til baka. Guðfinna var í viðtali í Bítinu í morgun og þar var hún spurð hvað henni sýndist um kveðskap Hallgríms. Ljóðið hefst á „Þremur árum eftir Breivik“ og seinna í ljóðinu segir: „vekur íslenskur stjórnmálaflokkur/upp andúð á Íslam/í von um atkvæði/í von um stól eða tvo/í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Guðfinnu er nóg boðið: „Mér misbýður þessi umræða, hvernig þessari umræðu hefur verið snúið uppá okkur, sem aldrei nokkurn tíma höfum sagt styggðaryrði í þessa veru. Það er búið að taka þessari umræðu og snúa henni algjörlega á hvolf. Þetta snýst fyrst og fremst um skipulagsmál,“ segir Guðfinna: Skipulagsmál sem Samfylkingin hefur klúðrað. Hún segir að þetta snúist einfaldlega um að þessa tilteknu lóð eigi ekki að nota undir mosku, né kirkju ef því er að skipta. Guðfinna hefur látið þau orð falla að ekki eigi að nota lóð sem þessa undir mosku þegar húsnæðis- og lóðavandi Reykjavíkur er ærinn. Guðfinna fordæmir ljóð Hallgríms. „Hann er að snúa umræðunni, umræðunni sem bæði sjúkir einstaklingar og fólk sem þolir ekki Framsóknarflokkinn er búið að búa til núna síðustu daga, með allskonar útúrsnúningum og rasistaumræðu, og hann er að gera það með þessu ljóði, snúa þessu uppá Framsóknarflokkinn; að við séum búin að búa til hér andúð á Islam í þessu þjóðfélagi, sem fær engan veginn staðist! Og líkja þessu við þennan fjöldamorðingja... það er argasti dónaskapur.“ Vísir spurði Hallgrím hvort ekki væri nokkuð langt gengið að nefna Framsóknarflokkinn og Anders Breivik í sömu andrá? „Ég er ekki að líkja Framsóknarflokknum við Breivik. En óneitanlega koma þessi ódæðisverk hans uppí hugann. Og manni finnst það beinlínis ókurteisi við norsku þjóðina að fara að impra á þessu hérna. Að tiltölulega virðulegur stjórnmálaflokkur skuli taka þessi viðhorf upp og fara að impra á þeim – Islam-fóbíu hér á Íslandi, þremur árum eftir að þetta gerðist.“ Hallgrímur telur engan vafa á leika að þetta útspil Framsóknarflokksins viku fyrir kosningar hafi lítið með skipulagsmál að gera. „Nei, ég held að það sé nú bara útúrsnúningur. Þetta var greinileg tilraun til að afla atkvæða.“Enn emjar Framsókn... nú undan ljóði. http://t.co/wi7glt4m17— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) June 6, 2014
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Sjá meira