Innlent

Borgarbúar baðaðir sól í dag - myndir

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Kátir krakkar leika sér saman í veðurblíðunni í Nauthólsvík í dag.
Kátir krakkar leika sér saman í veðurblíðunni í Nauthólsvík í dag. Daníel Rúnarsson
Sólríkt hefur verið í dag á Höfuðborgarsvæðinu og borgarbúar notið veðurblíðunnar. Hiti í Reykjavík hefur verið á bilinu 12 til 13 gráður síðan á hádegi og lítill vindur. Íbúar í Reykjavík hljóta að vonast eftir sólríkara sumri heldur en í fyrra. Þá voru sólskinsstundir aðeins 121 sem að telst óvenjulítið, í raun var í júní 2013 slegið met í Reykjavík í lélegu sólskini en færri höfðu stundirnar ekki verið síðan árið 1995. Sömu sögu er þó ekki að segja um Akureyri en þar var óvenjusólríkt síðasta sumar. Veður þar í dag hefur verið með ágætum, á bilinu 10 til 13 gráður eftir hádegi.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók þessar skemmtilegu myndir af sólþyrstum Reykvíkingum í Nauthólsvík og á Austurvelli fyrr í dag. Fleiri myndir en birtast hér í fréttinni má nálgast í myndasafninu hér að ofan.

Austurvöllur er að sögn gesta á staðnum ekki í sínu besta formi þetta sumarið, nakin moldarsvæði eru víðsvegar um túnin en huggulegra hlýtur að teljast að sitja á græna grasinu. Eins og sjá má hafa þó verið gerðar ráðstafanir til þess að bregðast við vandamálinu - völlurinn verður vel vökvaður í sumar.





.

.

.

Daníel Rúnarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×