SA vísar gagnrýni flugvirkja á bug Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. júní 2014 22:00 Flugvirkjafélag Íslands sakar Samtök atvinnulífsins um að bjóða í leðjuslag með því að setja fram þróun launakjara flugvirkja með villandi hætti. SA segir launakröfur flugvirkja alltof háar og enn sé langt á milli aðila. Flugvirkjar hafa boðað verkfall þann 16. júní. Engin sátt virðist í sjónmáli í kjaradeilu Icelandair og flugvirkja sem áforma verkfall um miðjan júní. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér tilkynningu í gær og segja að flugvirkjar fari fram á 30% launahækkun. SA segja að laun flugvirkja hafi hækkað um tæp 62% frá 2007 á meðan laun hjá félagsmönnum ASÍ hafi hækkað um 38,5% á sama tímabili. Flugvirkjafélag Íslands gagnrýnir framsetningu SA harðlega í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Sú aðferðafræði sem SA beiti í málflutningi sínum sé ekkert annað en ósmekklegar rangfærslur og útreikningur sé fjarri raunveruleikanum. „Við vísum því á bug,“ segir Þorsteinn Víglundsson þegar hann er spurður um hvort að SA bjóði í leðjuslag. „Við erum einfaldlega að bera saman launaþróun flugvirkja við aðra hópa í samfélaginu með nákvæmlega sama hætti og við stóðum sameiginlega að með ASÍ síðastliðið haust. Við gerðum það sama þegar við bárum saman launaþróun flugmanna og flugfreyja og þetta er sambærileg aðferðarfræði og við höfum notað til að reikna vísitölu hagstofunnar.“Launakröfur langt umfram almennar launahækkanir Samningafundur var haldinn í dag en lítið þokaðist í viðræðunum. Næsti fundur í deilunni er boðaður á þriðjudag. Þorsteinn segir að allt kapp verði lagt á að koma í veg fyrir frekari verkföll á flugvöllum landsins. „Það er hins vegar mikið áhyggjuefni að tiltölulega fámennar stéttir sé hver ofan í aðra að beita verkfallsvopni til að knýja fram launabreytingar sem eru langt umfram það sem gengur og gerist í samfélaginu í almennt. Þar með hlýtur maður að spyrja sig á hvaða grundvelli launakröfurnar eru reistar og hvort að það sé rétt að knýja slíkar kröfur fram með verkfalli sem bítur mjög á allt samfélagið,“ segir Þorsteinn. Tengdar fréttir Fundað hjá flugvirkjum í hádeginu „Við erum tiltölulega bjartsýnir á að samningar takist,“ segir Óskar Einarsson 6. júní 2014 10:46 Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Flugvirkjafélag Íslands sakar Samtök atvinnulífsins um að bjóða í leðjuslag með því að setja fram þróun launakjara flugvirkja með villandi hætti. SA segir launakröfur flugvirkja alltof háar og enn sé langt á milli aðila. Flugvirkjar hafa boðað verkfall þann 16. júní. Engin sátt virðist í sjónmáli í kjaradeilu Icelandair og flugvirkja sem áforma verkfall um miðjan júní. Samtök atvinnulífsins sendu frá sér tilkynningu í gær og segja að flugvirkjar fari fram á 30% launahækkun. SA segja að laun flugvirkja hafi hækkað um tæp 62% frá 2007 á meðan laun hjá félagsmönnum ASÍ hafi hækkað um 38,5% á sama tímabili. Flugvirkjafélag Íslands gagnrýnir framsetningu SA harðlega í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í dag. Sú aðferðafræði sem SA beiti í málflutningi sínum sé ekkert annað en ósmekklegar rangfærslur og útreikningur sé fjarri raunveruleikanum. „Við vísum því á bug,“ segir Þorsteinn Víglundsson þegar hann er spurður um hvort að SA bjóði í leðjuslag. „Við erum einfaldlega að bera saman launaþróun flugvirkja við aðra hópa í samfélaginu með nákvæmlega sama hætti og við stóðum sameiginlega að með ASÍ síðastliðið haust. Við gerðum það sama þegar við bárum saman launaþróun flugmanna og flugfreyja og þetta er sambærileg aðferðarfræði og við höfum notað til að reikna vísitölu hagstofunnar.“Launakröfur langt umfram almennar launahækkanir Samningafundur var haldinn í dag en lítið þokaðist í viðræðunum. Næsti fundur í deilunni er boðaður á þriðjudag. Þorsteinn segir að allt kapp verði lagt á að koma í veg fyrir frekari verkföll á flugvöllum landsins. „Það er hins vegar mikið áhyggjuefni að tiltölulega fámennar stéttir sé hver ofan í aðra að beita verkfallsvopni til að knýja fram launabreytingar sem eru langt umfram það sem gengur og gerist í samfélaginu í almennt. Þar með hlýtur maður að spyrja sig á hvaða grundvelli launakröfurnar eru reistar og hvort að það sé rétt að knýja slíkar kröfur fram með verkfalli sem bítur mjög á allt samfélagið,“ segir Þorsteinn.
Tengdar fréttir Fundað hjá flugvirkjum í hádeginu „Við erum tiltölulega bjartsýnir á að samningar takist,“ segir Óskar Einarsson 6. júní 2014 10:46 Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Fundað hjá flugvirkjum í hádeginu „Við erum tiltölulega bjartsýnir á að samningar takist,“ segir Óskar Einarsson 6. júní 2014 10:46
Flugvirkjar segja SA hafa boðið til leðjuslags Segja framsetningu SA á upplýsingum um þróun launakjara flugvirkja villandi 6. júní 2014 12:53