Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynda nýjan meirihluta í Hafnafirði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar.
Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, og Guðlaug Kristjánsdóttir, oddviti Bjartrar framtíðar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði hafa náð samkomulagi um meirihlutamyndun og verkaskiptingu í nýrri bæjarstjórn en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafnafjarðarbæ.

Starf bæjarstjóra verður auglýst laust til umsóknar. Guðlaug Kristjánsdóttir verður forseti bæjarstjórnar og Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs.

Málefnasamningur flokkanna mun vera í burðarliðnum og stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir strax eftir helgi.

Fram kemur í tilkynningunni að rík áhersla verði lögð á jafna verkaskiptingu og virkt samstarf allrar bæjarstjórnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.