Þjálfari Arons hjá IMG: Sá strax að hann hafði hæfileika Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2014 15:50 Aron fagnar marki sínu gegn Azerbaijan á dögunum. Vísir/Getty Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins, var í ítarlegu viðtali við sérstakt HM-blað tímaritsins Howler Magazine. Í viðtalinu ræðir Aron m.a. um dvöl sína í Bandaríkjunum veturinn 2007-08 þegar hann var við nám í IMG-íþróttaháskólanum í Bradenton í Flórída, en þar gefst ungu og efnilegu íþróttafólki kostur á að æfa eins og atvinnumenn meðfram náminu. Margir þekktir bandarískir fótboltamenn hafa gengið í skólann í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna Landon Donovan, Freddy Adu, Jonathan Spector, Oguchi Onyewu, Jozy Altidore, DaMarcus Beasley og Michael Bradley, en þeir þrír síðastnefndu eru í leikmannahópi Bandaríkjanna á HM ásamt Aroni. "Það er á menntaskólaárunum sem flestir byrja að drekka, reykja og djamma um helgar," sagði Aron við Howler. "Ég vildi helst losna við það og einbeita mér að fótboltanum. Það er nánast alltaf sama rútínan hjá IMG. Þú vaknar, ferð í skólann og ert þar til klukkan eitt, þangað til þú ferð á æfingu," segir Aron sem kynntist lífinu í IMG fyrst þegar hann var 15 ára, en þá æfði hann þar um vikutíma. Þjálfarinn Tom Durkin hreifst þá mjög af Aroni og hvatti foreldra hans til að skrá hann í skólann. "Ég sá strax að hann hafði hæfileika," segir Durkin í viðtalinu. "Hann hafði góða skapgerð, en hann var ekki sá duglegasti. Ég held að hann hafi ekki þurft að vinna fyrir öllu á Íslandi, því hann var einn af betri leikmönnunum þar. Hjá IMG leggjum við áherslu á að fólk leggi hart að sér." Aron var aðeins einn vetur í IMG, en hann kom aftur til Íslands árið 2008 og lék með Fjölni næstu þrjú árin áður en hann samdi við danska liðið AGF. "Að snúa aftur til Íslands var það besta sem gat komið fyrir Aron," segir Durkin. "Hann kom aftur heim og hann vann sér sæti í Fjölnisliðinu sem hann hefði eflaust ekki gert áður." HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar og bandaríska landsliðsins, var í ítarlegu viðtali við sérstakt HM-blað tímaritsins Howler Magazine. Í viðtalinu ræðir Aron m.a. um dvöl sína í Bandaríkjunum veturinn 2007-08 þegar hann var við nám í IMG-íþróttaháskólanum í Bradenton í Flórída, en þar gefst ungu og efnilegu íþróttafólki kostur á að æfa eins og atvinnumenn meðfram náminu. Margir þekktir bandarískir fótboltamenn hafa gengið í skólann í gegnum tíðina. Má þar m.a. nefna Landon Donovan, Freddy Adu, Jonathan Spector, Oguchi Onyewu, Jozy Altidore, DaMarcus Beasley og Michael Bradley, en þeir þrír síðastnefndu eru í leikmannahópi Bandaríkjanna á HM ásamt Aroni. "Það er á menntaskólaárunum sem flestir byrja að drekka, reykja og djamma um helgar," sagði Aron við Howler. "Ég vildi helst losna við það og einbeita mér að fótboltanum. Það er nánast alltaf sama rútínan hjá IMG. Þú vaknar, ferð í skólann og ert þar til klukkan eitt, þangað til þú ferð á æfingu," segir Aron sem kynntist lífinu í IMG fyrst þegar hann var 15 ára, en þá æfði hann þar um vikutíma. Þjálfarinn Tom Durkin hreifst þá mjög af Aroni og hvatti foreldra hans til að skrá hann í skólann. "Ég sá strax að hann hafði hæfileika," segir Durkin í viðtalinu. "Hann hafði góða skapgerð, en hann var ekki sá duglegasti. Ég held að hann hafi ekki þurft að vinna fyrir öllu á Íslandi, því hann var einn af betri leikmönnunum þar. Hjá IMG leggjum við áherslu á að fólk leggi hart að sér." Aron var aðeins einn vetur í IMG, en hann kom aftur til Íslands árið 2008 og lék með Fjölni næstu þrjú árin áður en hann samdi við danska liðið AGF. "Að snúa aftur til Íslands var það besta sem gat komið fyrir Aron," segir Durkin. "Hann kom aftur heim og hann vann sér sæti í Fjölnisliðinu sem hann hefði eflaust ekki gert áður."
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira