Sölvi Geir: Ætla að vinna sætið mitt aftur Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. maí 2014 22:00 Sölvi Geir Ottesen er í góðu formi eftir að spila reglulega í Rússlandi. Vísir/arnþór Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn öflugi, kom aftur inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í kvöld í jafnteflinu gegn Austurríki í Innsbruck. Honum fannst leikurinn bera þess merki að menn væru búnir að vera í smá fríi eftir að deildarkeppnunum lauk. „Ég var alveg þokkalega ánægður með þetta. Spilamennskan hefur oft verið betri en það eru allir búnir að vera í fríi og það var svona þannig bragur á leiknum. Austurríki er samt mjög sterkt lið og svipað að styrkleika og Tyrkland og Tékkland þannig það var gott að halda í við þá,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi eftir leik. „Við sýndum sterkan varnarleik og úrslitin eru góð. Við værum alltaf sáttir við jafntefli við svona lið á útivelli í undankeppni. Taka eitt stig úti og þrjú heima.“ Sölvi missti stöðu sína í landsliðinu í síðustu undankeppni þar sem hann var lítið að spila með sínu félagsliði. Hann skipti frá FCK til Ural í Rússlandi þar sem hann hefur spilað mikið og staðið sig vel.Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hrósaði Sölva af fyrra bragði í samtali við Vísi eftir leikinn og Víkingurinn var ánægður með eigin spilamennsku. „Ég gat ekkert kvartað í undankeppninni því ég var lítið að spila með mínu félagsliði. En nú er ég að spila reglulega og spila mun betur. Mér fannst ég standa mig mjög vel í kvöld og ég ætla að reyna að vinna sætið mitt aftur í þessu liði,“ sagði Sölvi við Vísi. Sölvi var orðinn mjög þreyttur undir lok leiksins var skipt af velli. Leikurinn var erfiður fyrir varnarmenn íslenska liðsins þar sem það austurríska pressaði stíft, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum að tapa boltanum alltof oft og fá á okkur margar skyndisóknir. Ég var alveg búinn á því í fyrri hálfleik. Við vorum mikið að hlaupa aftur á bak með leikmenn keyrandi á okkur. En við héldum boltanum mun betur í seinni hálfleik og náðum góðum úrslitum sem gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Sölvi Geir Ottesen. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Sölvi Geir Ottesen, miðvörðurinn öflugi, kom aftur inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins í kvöld í jafnteflinu gegn Austurríki í Innsbruck. Honum fannst leikurinn bera þess merki að menn væru búnir að vera í smá fríi eftir að deildarkeppnunum lauk. „Ég var alveg þokkalega ánægður með þetta. Spilamennskan hefur oft verið betri en það eru allir búnir að vera í fríi og það var svona þannig bragur á leiknum. Austurríki er samt mjög sterkt lið og svipað að styrkleika og Tyrkland og Tékkland þannig það var gott að halda í við þá,“ sagði Sölvi í samtali við Vísi eftir leik. „Við sýndum sterkan varnarleik og úrslitin eru góð. Við værum alltaf sáttir við jafntefli við svona lið á útivelli í undankeppni. Taka eitt stig úti og þrjú heima.“ Sölvi missti stöðu sína í landsliðinu í síðustu undankeppni þar sem hann var lítið að spila með sínu félagsliði. Hann skipti frá FCK til Ural í Rússlandi þar sem hann hefur spilað mikið og staðið sig vel.Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hrósaði Sölva af fyrra bragði í samtali við Vísi eftir leikinn og Víkingurinn var ánægður með eigin spilamennsku. „Ég gat ekkert kvartað í undankeppninni því ég var lítið að spila með mínu félagsliði. En nú er ég að spila reglulega og spila mun betur. Mér fannst ég standa mig mjög vel í kvöld og ég ætla að reyna að vinna sætið mitt aftur í þessu liði,“ sagði Sölvi við Vísi. Sölvi var orðinn mjög þreyttur undir lok leiksins var skipt af velli. Leikurinn var erfiður fyrir varnarmenn íslenska liðsins þar sem það austurríska pressaði stíft, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum að tapa boltanum alltof oft og fá á okkur margar skyndisóknir. Ég var alveg búinn á því í fyrri hálfleik. Við vorum mikið að hlaupa aftur á bak með leikmenn keyrandi á okkur. En við héldum boltanum mun betur í seinni hálfleik og náðum góðum úrslitum sem gefur okkur sjálfstraust,“ sagði Sölvi Geir Ottesen.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27 Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn „Það var engin taktík“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Sjá meira
Heimir: Gátum æft það sem við ætluðum Landsliðsþjálfarinn ánægður með seinni hálfleikinn hjá íslenska liðinu. 30. maí 2014 21:27
Umfjöllun: Austurríki - Ísland 1-1 | Kolbeinn tryggði Íslandi jafntefli í Innsbruck Strákarnir okkar mæta Austurríki í vináttulandsleik á Tívolí-vellinum í Innsbruck. 30. maí 2014 16:09