Innlent

Stórtap Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Meirihlutinn í Hafnarfirði er fallinn.
Meirihlutinn í Hafnarfirði er fallinn.
Lokatölur:

Lokatölur hafa borist frá Hafnarfirði en staðan er óbreytt þar.

Sjálfstæðisflokkurinn endar með 35,8 prósent og fimm fulltrúa. Samfylkingin fær þrjá fulltrúa og 20,2 prósent.

Vinstri grænir enda með 11,7 prósent og einn fulltrúa og Björt framtíð fær tvo fulltrúa með 19,0 prósent fylgi.

Önnur framboð ná ekki inn manni.



Aðrar tölur:

Skipting bæjarfulltrúa í Hafnarfirði breytast ekki neitt við aðrar tölur. Þó er verulega mjótt á munum. Sjálfstæðisflokkurinn er enn stærstur með 33,7 prósent og 5 fulltrúa.

Samfylkingin fær 3 fulltrúa og 19,6 prósent sem er minna en í fyrstu tölum.

Aðeins munar einu atkvæði til að fulltrúar bæði Framsóknar og Pírata komist inn á kostnað síðustu fulltrúa Sjálflstæðisflokks og Samfylkingar. Staðan myndi breytast talsvert við það þannig að líklegt verður að teljast að einhverjar breytingar muni eiga sér stað í Hafnarfirði í nótt.



Fyrstu tölur
hafa borist úr Hafnarfirði og skiptast atkvæðin þannig:

Björt framtíð fékk 1.200 atkvæði 19,0% - 2 fulltrúar

Framsóknarflokkurinn 400 atkvæði 6,3% - 0 fulltrúar

Píratar 400 atkvæði 6,3% - 0 fulltrúar

Samfylkingin 1.300 atkvæði  20,6% - 3 fulltrúar

Sjálfstæðisflokkurinn 2.300 atkvæði 36,5% - 5 fulltrúar

Vinstrihreyfingin - grænt framboð  700 atkvæði 11,1%  - 1 fulltrúi

Kosningarnar 2010 fóru þannig:

Vinstri grænir 14,6% einn fulltrúi

Samfylkingin 40,9% fimm fulltrúar

Sjálfstæðisflokkurinn 37,2% fimm fulltrúar

Framsókn 7,3% enginn

Samfylkingin og Vinstri grænir hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar síðustu fjögur árin.


Tengdar fréttir

Allir í símanum hjá Samfylkingunni

Það er hörku vinna í gangi í kosningamiðstöð Samfylkingarinnar í Reykjavík þrátt fyrir að langt sé liðið á kjördag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×