Innlent

Líkamsárás í Vestmannaeyjum

Randver Kári Randversson skrifar
Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku.
Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í síðustu viku. VISIR/Vilhelm
Í síðustu viku var ein líkamsárás kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum þar sem ráðist hafði verið á mann fyrir utan veitingastaðinn Lundann. Maðurinn sem varð fyrir árásinni þurfti að leita til læknis vegna áverka í andliti.

Þá var tilkynnt um að farið hafi verið inn í bátana Þrasa VE og Skotta VE og þaðan stolið neyðarblysum og neyðarflugeldum en grunur leikur á að þar hafi börn verið að verki. 

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur að undanförnu verið með sérstakt umferðarátak í gangi þar sem lögð er áhersla á hraðakstur, öryggisbeltanotkun, lagningu ökutækja og rétta notkun farsíma við akstur. Í síðustu viku voru fjórar kærur vegna umferðarlagabrota. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×