Innlent

Flug er ekki lúxus

Vísir/Pjetur
Flugsamgöngur eru enginn lúxus, segja íbúar á Fljótsdalshéraði og vilja að sveitarstjórnin þrýsti á um einhvers slags niðurgreiðslu á flugi milli Austurlands og höfuborgarinnar. Þá vilja margir viðmælendur Stóru málanna sameina Austurland í eitt sveitarfélag, aðrir telja það draumsýn eina á meðan menn séu ekki sammála um hvar eigi að grafa göng og leggja vegi.

Stóru málin hittu saumaklúbb, skotveiðimenn, fiskverkamenn, matráðskonu, kennara, álversstarfsmenn og alls konar fólk á ferðalagi sínu um Austurland, síðasta landshlutaþætti Stóru málanna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Rætt er við frambjóðendur stærstu flokka í meiri- og minnihluta í þremur sveitarfélögum. Og að sjálfsögðu nýja framboðið á Vopnafirði: Betra Sigtún. Stofnað til að fá Sigtún...malbikað.

Austurland verður í brennidepli í Stóru málunum á Stöð 2 í kvöld kl. 19:20. Þátturinn er í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×