Innlent

Svipugöng Gunnars í Krossinum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
„Ég hef gengið í gegnum erfið svipugöng undanfarna daga,“ segir Gunnar Þorsteinsson, sem ef til vill er betur þekktur sem Gunnar í Krossinum. „Það er þjáning samfara því að kalla saman þá sem hafa búið til um mig sögur og sagnir og í framhaldi af því tekið að sér hlutverk ákæranda, kviðdóms, dómara og böðuls.“

Gunnar skrifaði á Facebook síðu sína í dag að fara yfir þessi mál, með viðbótum sem soðnar eru saman til að geta haldið áfram óhæfunni, væri ekki nokkrum manni bjóðandi.

„Það er undarlegt hversu langt er hægt að ganga með tilbúnum ásökunum og hversu sumir fjölmiðlar ganga langt til að mannorðsmeiða mann og annan,“ segir Gunnar.

„Ég hef trú á réttarkerfi okkar og ég held að ekki nokkur maður geti sætt sig við að hópur manna geti lagt líf annarra í rúst með tilhæfulausum ásökunum. Það geri ég ekki.“

Þá þakkar Gunnar þeim sem hafa lagt honum lið og staðið með honum í gegnum þetta gjörningaveður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×