Innlent

Skrifað undir samning í flugmannadeilu

Flugmenn hjá Icelandair undirrituðu kjarasamning við félagið hjá Ríkissáttasemjara klukkan rúmlega fimm í morgun eftir samningafund sem hafði staðið frá því í gærmorgun.

Honum var reyndar formlega slitið um átta leitið í gærkvöldi, en áður en samningamenn voru farnir úr húsi, ákváðu þeir að sitja aðeins lengur, sem endaði með samningi, sem nú verður kynntur flugmönnum og borinn undir atkvæði þeirra.

Icelandair hefur aflýst umþaðbil 90 ferðum vegna þess að flugmenn hafa ekki fengist til að vinna yfirvinnu, en nú verður flug með eðlilegum hætti, að minnstakosti þar til niðurstaða atkvæðagreiðslu um samninginn liggur fyrir.

Icelandair á enn ósamið við flugfreyjur og flugvirkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×