Innlent

Y-listi Beinnar leiðar dansar í Reykjanesbæ

Frambjóðendur dansa hér og þar um Reykjanesbæ í umræddu myndbandi
Frambjóðendur dansa hér og þar um Reykjanesbæ í umræddu myndbandi
Framboðslistinn Bein leið í Reykjanesbæ hefur sent frá sér kosningamyndband sem ber heitið „Æ love MÆ BÆ“  sem er skemmtilegur orðaleikur úr ensku. Fært yfir á hið ylhýra mál okkar Íslendinga gæti þetta útleggst sem „Ég elska bæjarfélagið mitt“.

Í myndbandinu dansa frambjóðendur undir ljúfum tónum Pitbull. Lagið er opinbert lag heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu sem háð er í sumar í Brasilíu Suður-Ameríku. Dansararnir í myndbandinu sjást á þekktum stöðum í bænum. 

Y-listi Beinnar leiðar er með einn mann inni samkvæmt nýjustu skoðanakönnun og er nýtt framboð í bænum.  Fjör er farið að færast í kosningabaráttuna suður með sjó. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins er fallinn samkvæmt könnunum og líklegt að bæði nýju framboðin, Bein leið og Píratar, ná inn manni í Reykjanesbæ. 

Hér má sjá myndband Beinnar leiðar:
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.