Innlent

Konum á barneignaaldri ráðið frá svartfuglseggjaáti

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Hrönn segir ekki óhætt að éta ótakmarkað af eggjunum. Rannsóknir hafi leitt í ljós að í eggjunum sé töluvert af þrávirkri lífrænni mengun eins og PCB.
Hrönn segir ekki óhætt að éta ótakmarkað af eggjunum. Rannsóknir hafi leitt í ljós að í eggjunum sé töluvert af þrávirkri lífrænni mengun eins og PCB. VÍSIR/GETTY
Konur á barneignaaldri ættu sérstaklega að varast svartfuglsát en talið er að í eggjunum sé tífalt meira af hættulegum efnum en heimilt er að sé í hænueggjum. Þetta kom fram í viðtali við Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, umhverfisverkfræðings hjá Matís í fréttum RÚV í vikunni.

Hún ræður barnshafandi konum frá því að borða svartfuglsegg nema í mjög litlum mæli. Hrönn segir ekki óhætt að éta ótakmarkað af eggjunum. Rannsóknir hafi leitt í ljós að í eggjunum sé töluvert af þrávirkri lífrænni mengun eins og PCB.

Hún segir þetta efni sem safnist upp í líkamanum og þar af leiðandi í líkama tilvonandi mæðra. Efnis geti svo borist yfir í fóstur. Eitt egg á ári sé kannski í lagi en fólk ætti samt sem áður að vita af þessu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×