Innlent

Sexfætt lamb fæðist í Norðfirði

Bjarki Ármannsson skrifar
Axel segir lambið líklega hafa drepist í fæðingu.
Axel segir lambið líklega hafa drepist í fæðingu. Mynd/Matvælastofnun
Sexfætt lamb fæddist nýverið á Kirkjubóli í Norðfjarðarsveit en lifði ekki. Axel Jónsson, bóndi á Kirkjubóli, segist aldrei áður hafa lent í slíku á sauðburðinum.

„Nei, ekki með allar lappir jafnstórar,“ segir Axel. „Það koma stundum svona stubbar.“

Það var Austurfrétt sem greindi fyrst frá. Eins og sést á mynd með fréttinni er um nokkuð sérstaka sjón að ræða. Axel segir þó ekki útilokað að lambið hefði getað lifað til lengdar.

„Það var nú alveg fullskapað,“ segir hann. „Það hefur líklegast bara verið nýdautt, eða drepist í fæðingu.“

En hefði verið hægt að nýta svona sexfætt lamb?

„Það er góð spurning, hefði það lifað,“ segir Axel. „Maður veit náttúrulega hvort ekki hafi verið í lagi innan í því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×