Innlent

Segir íslensk lög heimila beitingu ofbeldis gagnvart geðsjúkum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
„Það á aldrei að beita veikt fólk ofbeldi“, segir framkvæmdastjóri Geðhjálpar sem segir  Íslensk lög heimila beitingu ofbeldis gagnvart fólki með geðranskanir og geðflötlun samkvæmt skilgreiningu hegningarlaga.

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar vekur athygli á málefnum geðfatlaðra í nýjasta tímariti Öryrkjabandalagsins þar sem hún fjallar um ósýnilega fólkið. Um 38% allra öryrkja á Íslandi eða um 6.400 manns glíma við geðfötlun og 25% allra Vesturlandabúa glíma einhvern tíma á ævinni við geðröskun af einhverju tagi. Anna Gunnhildur segir að þeir sem eigi við geðfötlun að stríða hér á landi hafi það ekki gott.

„Staðan er bara slæm og við getum séð það í nýlegri könnun þar sem kom fram að atvinnurekendur vilja síst af öllu ráða fólk með geðsjúkdóma eða sögu um geðsjúkdóma til sín í vinnu.  Þetta hamlar fólki, það er inn í skugganum, það er ekki þátttakendur í samfélaginu,“ segir hún.

Anna Gunnhildur  segir að ótrúlegir fordómar séu í samfélaginu gagnvart þeim sem eru með geðsjúkdóma. En hvernig birtist þessir fordómar?

„Fyrst og fremst í því að fólk er ekki tekið sem þátttkendur í samfélaginu, því er ýtt til hliðar, það er ekki hlustað á það og ekki tekið tilit til þeirra og fólk fær ekki að njóta sín í samfélaginu og þeirra framlag er ekki virt.“

Anna Gunnhildur segir að íslensk lög heimili beitngu ofbeldis gagnvart fólki með geðsjúkdóma.

„Það sem ég á við með því er að í íslenskum lögum kemur blátt áfram fram að ofbeldi sé sjálfræðissvipting með lyfjum, innilokun eða öðrum sambærilegum hætti og svo annarsstaðar segir að það megi nauðungarvista og  sjálfræðissvipta fólk á grundvelli geðsjúkdóma,“, segir hún og bætir við. „Við hjá Geðhjálp höfum barist gegn því að fólk með sjúkdóma sé beitt ofbeldi, það á ekki að beita veikt fólk ofbeldi, við höfum því litið til þess að það eigi að reyna allar aðrar leiðir áður en þvingun og ofbeldi sé beitt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×