Sumardvalarstað fyrir fatlaða ekki lokað þrátt fyrir grun um gróf kynferðisbrot Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. maí 2014 20:28 Lögreglan á Selfossi hefur um skeið rannsakað brotin. Konurnar sem um ræðir eru á fertugs og fimmtugsaldri. Þær eru báðar þroskaskertar og önnur með aðra fötlun að auki. VÍSIR/ÓLI KR. Sumardvalarstað fyrir fatlað fólk verður ekki lokað þrátt fyrir að karlmaður sem þar býr sé grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart tveimur fötluðum konum. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum. Starfsemin er ekki leyfisskyld en heimilið er í þjónustuumdæmi félagsþjónustunnar í Árborg og nærliggjandi sveitarfélaga. Maðurinn sem grunaður er tengist rekstraraðila heimilisins fjölskylduböndum. Maðurinn neitar sök. Lögreglan á Selfossi hefur um skeið rannsakað brotin. Konurnar sem um ræðir eru á fertugs og fimmtugsaldri. Þær eru báðar þroskaskertar og önnur með aðra fötlun að auki. Starfsemin er ekki leyfisskyld en heimilið er í þjónustuumdæmi félagsþjónustunnar í Árborg og nærliggjandi sveitarfélaga. Félagsmálastjórinn þar í bæ hefur ákveðið að senda ekki fólk til dvalar þangað og félagsstjórar annarra sveitarfélaga hafa einnig vitneskju um málið og geta því gripið til sömu ráðstafana. Fatlað fólk þarf hins vegar ekki atbeina félagsþjónustunnar til að sækja um dvöl á heimilinu en hægt er að sækja um dvöl beint til forráðamanna þess. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að forráðamaður þessa sumardvalarheimilis hafi hringt og boðið skjólstæðingum sem dvalið hafa áður á heimilinu dvöl í sumar, þrátt fyrir rannsókn meintra brota. Þar sem starfsemi sem þessi er ekki leyfisskyld getur í raun hver sem er boðið upp á sumardvalarþjónustu fyrir fatlað fólk. Engar reglur gilda um mönnun á heimilinu, fagmenntun starfsfólks eða annað sem reglugerð um sumardvalarleyfi fyrir fötluð börn kveður á um. Velferðarráðuneytið hefur áhyggjur af þessu. Lögfræðingur ráðuneytisins, Rún Knútsdóttir, sagði í fréttum að fyrir lægi að endurskoða félagsþjónustukerfið og þar undir féllu málefni fatlaðs fólks. Það yrði síðan að koma í ljós hvað gert verði varðandi þessa starfssemi. Í lögum um fatlað fólk segir óheimilt sé að ráða í störf hjá sveitarfélögum, byggðasamlögum, ríki eða einkaaðilum sem unnin eru í þágu þjónustu við fatlað fólk þá sem hafa hlotið refsidóma vegna brota á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Það á við hvort sem þjónustan er veitt á heimili fatlaðs einstaklings, á öðrum heimilum eða stofnunum. Rún sagði í samtali við Vísi í kvöld að ef um opinberan starfsmann væri að ræða yrði viðkomandi líklega settur í leyfi meðan á rannsókn stæði. Ekkert í núgildandi lögum skyldaði þjónustuaðila sem þesssa til þess að setja viðkomandi í leyfi. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Sumardvalarstað fyrir fatlað fólk verður ekki lokað þrátt fyrir að karlmaður sem þar býr sé grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart tveimur fötluðum konum. RÚV greindi frá þessu í kvöldfréttum. Starfsemin er ekki leyfisskyld en heimilið er í þjónustuumdæmi félagsþjónustunnar í Árborg og nærliggjandi sveitarfélaga. Maðurinn sem grunaður er tengist rekstraraðila heimilisins fjölskylduböndum. Maðurinn neitar sök. Lögreglan á Selfossi hefur um skeið rannsakað brotin. Konurnar sem um ræðir eru á fertugs og fimmtugsaldri. Þær eru báðar þroskaskertar og önnur með aðra fötlun að auki. Starfsemin er ekki leyfisskyld en heimilið er í þjónustuumdæmi félagsþjónustunnar í Árborg og nærliggjandi sveitarfélaga. Félagsmálastjórinn þar í bæ hefur ákveðið að senda ekki fólk til dvalar þangað og félagsstjórar annarra sveitarfélaga hafa einnig vitneskju um málið og geta því gripið til sömu ráðstafana. Fatlað fólk þarf hins vegar ekki atbeina félagsþjónustunnar til að sækja um dvöl á heimilinu en hægt er að sækja um dvöl beint til forráðamanna þess. Fréttastofa RÚV hefur heimildir fyrir því að forráðamaður þessa sumardvalarheimilis hafi hringt og boðið skjólstæðingum sem dvalið hafa áður á heimilinu dvöl í sumar, þrátt fyrir rannsókn meintra brota. Þar sem starfsemi sem þessi er ekki leyfisskyld getur í raun hver sem er boðið upp á sumardvalarþjónustu fyrir fatlað fólk. Engar reglur gilda um mönnun á heimilinu, fagmenntun starfsfólks eða annað sem reglugerð um sumardvalarleyfi fyrir fötluð börn kveður á um. Velferðarráðuneytið hefur áhyggjur af þessu. Lögfræðingur ráðuneytisins, Rún Knútsdóttir, sagði í fréttum að fyrir lægi að endurskoða félagsþjónustukerfið og þar undir féllu málefni fatlaðs fólks. Það yrði síðan að koma í ljós hvað gert verði varðandi þessa starfssemi. Í lögum um fatlað fólk segir óheimilt sé að ráða í störf hjá sveitarfélögum, byggðasamlögum, ríki eða einkaaðilum sem unnin eru í þágu þjónustu við fatlað fólk þá sem hafa hlotið refsidóma vegna brota á kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga. Það á við hvort sem þjónustan er veitt á heimili fatlaðs einstaklings, á öðrum heimilum eða stofnunum. Rún sagði í samtali við Vísi í kvöld að ef um opinberan starfsmann væri að ræða yrði viðkomandi líklega settur í leyfi meðan á rannsókn stæði. Ekkert í núgildandi lögum skyldaði þjónustuaðila sem þesssa til þess að setja viðkomandi í leyfi.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira