Innlent

Dansandi páfagaukur í Hveragerði

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Páfagauknum Ara í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að dansa á prikinu þar sem hann stendur allan daginn í Gróðrarstöð Ingibjargar. Hann er sérstaklega hrifin af því þegar Herbert Guðmundsson mætir og syngur fyrir hann.

Páfagaukurinn, sem er sex ára hefur átt heima um mánuð í Gróðrarstöð Ingibjargar og gleður þar viðskiptavini með spjalli og dansi. Hann vildi ekki segja neitt þegar þessar myndir voru teknar en var til í að dansa þegar Herbert Guðmundsson, söngvari birtist óvænt og tók lagið.

„Þessi fugl kom  til okkar fyrir mánuði síðan, er sex ára og heitir Ari og er mikið aðdráttarafl, hér finnst mörgu gaman að spjalla við hann og hann er mjög félagslindur,“ segir Ingibjörg Sigmundóttir, garðplöntuframleiðandi og eigandi gróðrarstöðvarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×