Innlent

Barnafatnaður frá 66° Norður innkallaður

VÍSIR/STEFÁN
Barnafatnaður frá frá 66° Norður hefur verið innkallaður vegna banda og reima í flíkunum. Bönd og reimar sem ekki eru í samræmi við lög voru í sjö flíkum fyrirtækisins. Neytendastofa vekur athygli á málinu.

Bönd í hálsmáli barna yngri en sjö ára eru ekki leyfileg. Þá eru bönd í hálsmálum barna á aldrinum sjö til fjórtán ára aðeins leyfð innan ákveðinna marka. Bönd í mitti eru einnig aðeins leyfð innan ákveðinna marka. En ekki er leyfilegt að hafa hangandi bönd eða reimar neðan úr faldi á barnaflíkum sem ná niður fyrir klof.

Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa umrædda fatnað að snúa sér til verslana 66° Norður eða senda hann í pósti á saumastofu fyrirtækisins svo hægt sé að gera viðeigandi lagfæringar. 

Hér má nálgast frekari upplýsingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×