„Fólk skammast sín fyrir fátæktina“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 25. maí 2014 23:16 16 prósent barna á Íslandi eru í hættu á að búa við fátækt. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar beint. VÍSIR/GVA „Það kom á óvart hvað það er mikil þöggun í gangi,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnisstjóri Barnaheilla á Íslandi. Barnaheill tóku viðtal við ungmenni sem hafa verið alin upp við fátækt hér á landi. Evrópuhópur Barnaheilla gaf nýverið út skýrslu um fátækt í Evrópu. Þar segir að líkt og annars staðar hafi fátækt aukist hér á landi. Hættan á fátækt og félagslegri einangrun barna hafi aukist um 2,8 prósent frá árinu 2008 til ársins 2012. „Þetta þýðir að um 16 prósent barna á Íslandi eru í þessum hópi.“ Það var í kjölfar skýrslunnar sem Barnaheill tók viðtöl við ungmennin. Erfiðlega gekk að fá fólk í viðtal að sögn Sigríðar. Fátæktinni fylgi skömm og bæði börn og foreldrar virðist leggja nokkuð á sig til þess að leyna ástandinu. „Fólk skammast sín fyrir fátæktina og börnin verða meðvirk með foreldrunum og það er svo ofboðslega margt sem heldur þessu földu,“ segir Sigríður. Hún segir mikilvægt að unnið sé með barnafátækt út frá réttindum barna en samkvæmt Barnasáttmálanum eigi öll börn rétt á lifa og þroskast og ekki má mismuna þeim vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Fátækt auki hættuna á félagslegri einangrun og því að börn njóti ekki þeirra réttinda sem þau eiga. Fátækt sé í raun brot á mannréttindum barna.Börn þurfa að fá tækifæri til að brjótast út úr fátækt Dagur barnsins er í dag og í tilefni dagsins boðuðu nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla og Barnaheill til fundar í Austurbæjarskóla. Krakkarnir hafa í vetur unnið að verkefni þar sem þau skoða fátækt í nærumhverfi sínu. Upp úr verkefninu sömdu þau eigin texta við lagið Let it go úr teiknimyndinni Frozen og fengu tónlistarmennina Magnús Kjartansson og Jóhann Ásmundsson til að taka lagið upp í upptökuveri, en myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Í tilefni dagsins hvetur Barnaheill stjórnvöld til að forgangsraða í þágu barna. Hér á landi eigi 12 þúsund börn á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þær aðstæður komi í veg fyrir að börn njóti réttinda sinna og takmarka möguleika þeirra á að þroska hæfileika eða fá tækifæri til að öðlast þá færni og getu sem þarf til að brjótast út úr fátækt. Barnaheill skora meðal annars á að stjórnvöld tryggi viðunandi framfærslu fyrir allar barnafjölskyldur. Tryggi gjaldfrjálsa gæðamenntun fyrir öll börn og styrki leikskólamenntun fyrir ung börn. Stjórnvöld þurfi að huga að því minnka brottfall úr skólum með aðgerðum sem virka og tryggja aðgang allra barna að tómstundum, listum og skemmtunum. En einnig þurfi að marka stefnu um tómstundir. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
„Það kom á óvart hvað það er mikil þöggun í gangi,“ segir Sigríður Guðlaugsdóttir, verkefnisstjóri Barnaheilla á Íslandi. Barnaheill tóku viðtal við ungmenni sem hafa verið alin upp við fátækt hér á landi. Evrópuhópur Barnaheilla gaf nýverið út skýrslu um fátækt í Evrópu. Þar segir að líkt og annars staðar hafi fátækt aukist hér á landi. Hættan á fátækt og félagslegri einangrun barna hafi aukist um 2,8 prósent frá árinu 2008 til ársins 2012. „Þetta þýðir að um 16 prósent barna á Íslandi eru í þessum hópi.“ Það var í kjölfar skýrslunnar sem Barnaheill tók viðtöl við ungmennin. Erfiðlega gekk að fá fólk í viðtal að sögn Sigríðar. Fátæktinni fylgi skömm og bæði börn og foreldrar virðist leggja nokkuð á sig til þess að leyna ástandinu. „Fólk skammast sín fyrir fátæktina og börnin verða meðvirk með foreldrunum og það er svo ofboðslega margt sem heldur þessu földu,“ segir Sigríður. Hún segir mikilvægt að unnið sé með barnafátækt út frá réttindum barna en samkvæmt Barnasáttmálanum eigi öll börn rétt á lifa og þroskast og ekki má mismuna þeim vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Fátækt auki hættuna á félagslegri einangrun og því að börn njóti ekki þeirra réttinda sem þau eiga. Fátækt sé í raun brot á mannréttindum barna.Börn þurfa að fá tækifæri til að brjótast út úr fátækt Dagur barnsins er í dag og í tilefni dagsins boðuðu nemendur í 10. bekk í Austurbæjarskóla og Barnaheill til fundar í Austurbæjarskóla. Krakkarnir hafa í vetur unnið að verkefni þar sem þau skoða fátækt í nærumhverfi sínu. Upp úr verkefninu sömdu þau eigin texta við lagið Let it go úr teiknimyndinni Frozen og fengu tónlistarmennina Magnús Kjartansson og Jóhann Ásmundsson til að taka lagið upp í upptökuveri, en myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Í tilefni dagsins hvetur Barnaheill stjórnvöld til að forgangsraða í þágu barna. Hér á landi eigi 12 þúsund börn á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun. Þær aðstæður komi í veg fyrir að börn njóti réttinda sinna og takmarka möguleika þeirra á að þroska hæfileika eða fá tækifæri til að öðlast þá færni og getu sem þarf til að brjótast út úr fátækt. Barnaheill skora meðal annars á að stjórnvöld tryggi viðunandi framfærslu fyrir allar barnafjölskyldur. Tryggi gjaldfrjálsa gæðamenntun fyrir öll börn og styrki leikskólamenntun fyrir ung börn. Stjórnvöld þurfi að huga að því minnka brottfall úr skólum með aðgerðum sem virka og tryggja aðgang allra barna að tómstundum, listum og skemmtunum. En einnig þurfi að marka stefnu um tómstundir.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira