Innlent

Verkfalli flugfreyja frestað

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/ANTON
Samkomulag hefur náðst í deilu Flugfreyjufélag Íslands og samninganefndar Sam­taka at­vinnu­lífs­ins.

Samkvæmt heimildum Vísis er verið að ganga frá smátriðum í samningum þeirra á milli. 



Ljóst er því að ekkert verður úr fyrirhugaðri vinnustöðvun sem átti að hefjast á morgun klukkan 06:00.



Afgerandi meirihluti flugfreyja samþykkti um helgina verkfallsaðgerðir í atkvæðagreiðslu Flugfreyjufélags Íslands. 



Á kjörskrá voru 498 og atkvæði greiddu 287. Já sögðu 276 eða 96,2 prósent og nei sögðu 11, eða 3,8 prósent. 

Flugfreyjufélag Íslands samanstendur af um það bil sjö hundruð félagsmönnum sem starfa hjá Icelandair, WOW air og Flugfélagi Íslands. Aðgerðirnar hefðu eingöngu beinst gegn Icelandair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×