Innlent

Bannað að gefa öndum brauð í sumar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sílamávurinn ræðst einna helst á minnstu ungana og unga duggandarinnar.
Sílamávurinn ræðst einna helst á minnstu ungana og unga duggandarinnar.
Borgarbúar eru hvattir til að hætta að gefa fuglum við Tjörnina brauð á meðan varptíma stendur svo mávarnir færi sig þangað sem meira æti er.

Andarungum fjölgar hratt á þessum árstíma og sjást nú á ferð og flugi með foreldrum sínum við Tjörnina. Reykjavíkurborg vill því brýna fyrir fólki að gefa öndunum ekki brauð í júní og júlí þar sem það eykur stórlega líkur á að hættulegir vargfuglar á borð við sílamáva geri vart við sig og vinni ungunum  mein. Því er mikilvægt að reyna að halda mávunum í skefjum á þessum tíma. Meira er til af náttúrulegu æti yfir sumartímann og er þörfin fyrir brauðið minni.

Sílamávurinn ræðst einna helst á minnstu ungana og unga duggandarinnar.  Mávurinn leitar einnig í matarleifar í opnum ruslatunnum og því er fólk hvatt til að ganga vel um í kringum Tjörnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×