Verkfalli flugfreyja frestað Birta Björnsdóttir. skrifar 26. maí 2014 20:00 Sátt í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands, vegna félagsmanna sem vinna hjá Icelandair, og samninganefndar samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, náðist í dag, en fundað var stíft alla helgina. Ekki fór að draga til tíðinda fyrr en klukkan var farin að ganga 14 í dag, en þá hafði fundur staðið yfir sleitulaust frá því klukkan 11 á sunnudagsmorgun. Samningsaðilar undirrituðu samning sín á milli, samning sem nú verður lagður fyrir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands til samþykktar. „Við erum ágætlega sátt við útkomuna. Auðvitað er eitthvað sem við fengum ekki inn, en við erum ágætlega sátt,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Undir það tók Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við hljótum að vera sátt og þá sérstaklega vegna þess að nú ætti flug að ganga með eðlilegum hætti. Það hefur verið mikið álag á starfsfólk að svara fyrirspurnum vegna þessarar óvissu sem hefur ríkt hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Samningurinn sem undirritaður var í dag nær fram til 31.ágúst árið 2015. Flugfreyjur sömdu því til ívið lengri tíma en flugmenn Icelandair, sem sömdu til 30.september í ár. Fyrirhuguðu verkfalli flugfreyja í fyrrmálið hefur nú verið frestað fram til 12.júní, til þess kemur þó ekki nema félagsmenn samþykki ekki samninginn. „Samningurinn er í takt við aðra viðlíka samninga sem gerðir hafa verið í samfélaginu að undanförnu,“ segir Guðjón. „Ég vona einlæglega að flugfreyjur og flugþjónar komi til með að samþykkja samninginn sem og flugmenn svo flugfarþegar okkar geti áfram gengið að flugum sínum sem vísum." Ekki er kjaraviðræðum innan Icelandair þó alveg lokið. „Það er ósamið við flugvirkja og það hefur orðið hlé á þeim viðræðum, meðal annars vegna þessara viðræðna. Það hafa ekki verið boðaðar neinar aðgerðir að þeirra hálfu og vonandi náum við að semja án þess að til þeirra komi," segir Guðjón. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Sátt í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands, vegna félagsmanna sem vinna hjá Icelandair, og samninganefndar samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, náðist í dag, en fundað var stíft alla helgina. Ekki fór að draga til tíðinda fyrr en klukkan var farin að ganga 14 í dag, en þá hafði fundur staðið yfir sleitulaust frá því klukkan 11 á sunnudagsmorgun. Samningsaðilar undirrituðu samning sín á milli, samning sem nú verður lagður fyrir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands til samþykktar. „Við erum ágætlega sátt við útkomuna. Auðvitað er eitthvað sem við fengum ekki inn, en við erum ágætlega sátt,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Undir það tók Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við hljótum að vera sátt og þá sérstaklega vegna þess að nú ætti flug að ganga með eðlilegum hætti. Það hefur verið mikið álag á starfsfólk að svara fyrirspurnum vegna þessarar óvissu sem hefur ríkt hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Samningurinn sem undirritaður var í dag nær fram til 31.ágúst árið 2015. Flugfreyjur sömdu því til ívið lengri tíma en flugmenn Icelandair, sem sömdu til 30.september í ár. Fyrirhuguðu verkfalli flugfreyja í fyrrmálið hefur nú verið frestað fram til 12.júní, til þess kemur þó ekki nema félagsmenn samþykki ekki samninginn. „Samningurinn er í takt við aðra viðlíka samninga sem gerðir hafa verið í samfélaginu að undanförnu,“ segir Guðjón. „Ég vona einlæglega að flugfreyjur og flugþjónar komi til með að samþykkja samninginn sem og flugmenn svo flugfarþegar okkar geti áfram gengið að flugum sínum sem vísum." Ekki er kjaraviðræðum innan Icelandair þó alveg lokið. „Það er ósamið við flugvirkja og það hefur orðið hlé á þeim viðræðum, meðal annars vegna þessara viðræðna. Það hafa ekki verið boðaðar neinar aðgerðir að þeirra hálfu og vonandi náum við að semja án þess að til þeirra komi," segir Guðjón.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira