Verkfalli flugfreyja frestað Birta Björnsdóttir. skrifar 26. maí 2014 20:00 Sátt í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands, vegna félagsmanna sem vinna hjá Icelandair, og samninganefndar samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, náðist í dag, en fundað var stíft alla helgina. Ekki fór að draga til tíðinda fyrr en klukkan var farin að ganga 14 í dag, en þá hafði fundur staðið yfir sleitulaust frá því klukkan 11 á sunnudagsmorgun. Samningsaðilar undirrituðu samning sín á milli, samning sem nú verður lagður fyrir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands til samþykktar. „Við erum ágætlega sátt við útkomuna. Auðvitað er eitthvað sem við fengum ekki inn, en við erum ágætlega sátt,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Undir það tók Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við hljótum að vera sátt og þá sérstaklega vegna þess að nú ætti flug að ganga með eðlilegum hætti. Það hefur verið mikið álag á starfsfólk að svara fyrirspurnum vegna þessarar óvissu sem hefur ríkt hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Samningurinn sem undirritaður var í dag nær fram til 31.ágúst árið 2015. Flugfreyjur sömdu því til ívið lengri tíma en flugmenn Icelandair, sem sömdu til 30.september í ár. Fyrirhuguðu verkfalli flugfreyja í fyrrmálið hefur nú verið frestað fram til 12.júní, til þess kemur þó ekki nema félagsmenn samþykki ekki samninginn. „Samningurinn er í takt við aðra viðlíka samninga sem gerðir hafa verið í samfélaginu að undanförnu,“ segir Guðjón. „Ég vona einlæglega að flugfreyjur og flugþjónar komi til með að samþykkja samninginn sem og flugmenn svo flugfarþegar okkar geti áfram gengið að flugum sínum sem vísum." Ekki er kjaraviðræðum innan Icelandair þó alveg lokið. „Það er ósamið við flugvirkja og það hefur orðið hlé á þeim viðræðum, meðal annars vegna þessara viðræðna. Það hafa ekki verið boðaðar neinar aðgerðir að þeirra hálfu og vonandi náum við að semja án þess að til þeirra komi," segir Guðjón. Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Sátt í kjaradeilu Flugfreyjufélags Íslands, vegna félagsmanna sem vinna hjá Icelandair, og samninganefndar samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, náðist í dag, en fundað var stíft alla helgina. Ekki fór að draga til tíðinda fyrr en klukkan var farin að ganga 14 í dag, en þá hafði fundur staðið yfir sleitulaust frá því klukkan 11 á sunnudagsmorgun. Samningsaðilar undirrituðu samning sín á milli, samning sem nú verður lagður fyrir félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands til samþykktar. „Við erum ágætlega sátt við útkomuna. Auðvitað er eitthvað sem við fengum ekki inn, en við erum ágætlega sátt,“ segir Sigríður Ása Harðardóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. Undir það tók Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Við hljótum að vera sátt og þá sérstaklega vegna þess að nú ætti flug að ganga með eðlilegum hætti. Það hefur verið mikið álag á starfsfólk að svara fyrirspurnum vegna þessarar óvissu sem hefur ríkt hjá fyrirtækinu,“ segir Guðjón. Samningurinn sem undirritaður var í dag nær fram til 31.ágúst árið 2015. Flugfreyjur sömdu því til ívið lengri tíma en flugmenn Icelandair, sem sömdu til 30.september í ár. Fyrirhuguðu verkfalli flugfreyja í fyrrmálið hefur nú verið frestað fram til 12.júní, til þess kemur þó ekki nema félagsmenn samþykki ekki samninginn. „Samningurinn er í takt við aðra viðlíka samninga sem gerðir hafa verið í samfélaginu að undanförnu,“ segir Guðjón. „Ég vona einlæglega að flugfreyjur og flugþjónar komi til með að samþykkja samninginn sem og flugmenn svo flugfarþegar okkar geti áfram gengið að flugum sínum sem vísum." Ekki er kjaraviðræðum innan Icelandair þó alveg lokið. „Það er ósamið við flugvirkja og það hefur orðið hlé á þeim viðræðum, meðal annars vegna þessara viðræðna. Það hafa ekki verið boðaðar neinar aðgerðir að þeirra hálfu og vonandi náum við að semja án þess að til þeirra komi," segir Guðjón.
Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira