"Áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 26. maí 2014 20:00 „Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“ Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
„Þetta eru merkilegustu kosningaúrslit í 100 ár,“ sagði leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins eftir sögulegan sigur í kosningum til Evrópuþingsins í gær. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu unnu víða kosningasigra. Prófessor í stjórnmálafræði segir niðurstöðuna áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu. Flokkar andsnúnir Evrópusambandinu og öfga hægriflokkar unnu víða sigur í kosningum til Evrópuþingsins sem lauk í gær. Í Bretlandi urðu söguleg úrslit þegar breski sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði eða 27% og er þetta í fyrsta sinn sem flokkurinn hlýtur flest atkvæði í kosningunum. „Alþýðuher UKIP hefur talað og framkallað ein merkilegustu úrslit sem sést hafa í breskum stjórnmálum í hundrað ár, og ég er stoltur af að hafa leitt hann til þess,“ sagði Nigel Farage, leiðtogi breska sjálfstæðisflokksins. Kosningaþátttaka var um 43% og jókst lítillega á milli kosninga. Talið er að andstæðingar ESB hafi fengið um 130 sæti á Evrópuþinginu en alls sitja 766 á Evrópuþinginu. Helstu tíðindin komu frá Frakklandi þar sem Þjóðfylkingin undir stjórn Marine Le Pen vann sigur og fékk fjórðung atkvæða. „Fólkið okkar vill eina pólitík, pólitík Frakka fyrir Frakka með Frökkum,“ sagði Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi.Varhugaverð þróunBaldur Þórhallsson, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, telur að þættir líkt og efnahagskreppan, andstaða við nánari efnahagssamruna, innflytjendamál, vantrú á stjórnmálastéttinni og innanríkismál í nokkrum ríkjum skýri niðurstöður kosninganna. „Þetta er að ákveðnu leyti áfall fyrir Evrópusamrunann og ekki síður áfall fyrir ríkjandi stjórnmálastétt í Evrópu sem hefur ekki tiltrúi tiltekins hóps kjósenda,“ segir Baldur. Hann telur úrslitin varhugaverð. „Þetta er ekkert Pollapönk. Þessi hægri öfgaflokkar - þeir boða ekki frjálslyndi. Þeir boða íhaldssöm gildi og eru ekki að leggja áherslu á aukin mannréttindi og lýðréttindi þegnanna. Þeir vilja jafnvel draga úr mannréttindum samkynhneigðra og réttindum innflytjenda. Þetta er varhugaverð þróun.“
Tengdar fréttir Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Flokkar andsnúnir ESB náðu góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins Flokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru um helgina. 26. maí 2014 07:33