Lífið

Fylgstu með Eurovision á Twitter - Pollapönk fjórðu á svið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vonandi heldur kjálkinn á Heiðari þegar stóra stundin rennur upp í kvöld.
Vonandi heldur kjálkinn á Heiðari þegar stóra stundin rennur upp í kvöld.
Strákarnir í Pollapönk koma fram á úrslitakvöldinu í Eurovision í Danmörku í kvöld. Framlag Íslands, Enga fordóma, kom upp úr síðasta umslaginu á undanúrslitakvöldinu á þriðjudagskvöldið en strákarnir stíga fjórðu á svið í kvöld.

Keppnin hefst klukkan 19 og er komin töluverð spenna í landann.

26 þjóðir keppa til úrslita í kvöld en Svíar eru taldir sigurstranglegir í keppninni. 

Lífið á Vísi tístir beint frá Eurovision-keppninni í kvöld, sem fram fer í B&W-höllinni í Kaupmannahöfn.

Hér fyrir neðan má sjá nokkra Twitter-strauma af Eurovision-tístum.

Fyrst frá þeim Íslendingum sem merkja færslur sínar með #12stig, síðan frá þeim sem merkja færslurnar með #Eurovision og #JoinUs.

Næst eru það þeir sem nefna Ísland í tístum sínum og að lokum er það Twitter-straumur Lífsins á Vísi.


Tengdar fréttir

Sjáðu okkar menn eru lagðir af stað

Í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var fyrr í dag má sjá hljómsveitina Pollapönk sem stígur á stokk í Eurovision-söngvakeppninni í kvöld. Þeir ætla að syngja sig upp úr forkeppninni og í aðalkeppnina sem er á laugardagskvöldið.

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast

Evrópa er að átta sig á því að Pollapönk er ekki að grínast. Þetta segir Snæbjörn Ragnarsson bakraddasöngvari Pollapönks sem flytur lagið Enga fordóma í Eurovision í Danmörku í kvöld. Íslensk keppnishópurinn kvartaði formlega yfir hljóðmistökum í dómararennsli í gær.

Sjáðu Steinda fagna

Eins og sjá má var spennan mikil hjá Steinda Jr sem birti þetta myndskeið af sér í gær.

Þúsund manns drógu andann í einu

"Ég geri ráð fyrir því að sofa mikið í júlí,“ segir Óttarr Proppé sem hefur síðustu daga bæði unnið Útsvar og komist í úrslit Eurovision.

Skera sig úr í fjöldanum

Pollapönk hefur hvarvetna vakið athygli í litríkum útpældum fatnaði í aðdraganda Eurovision síðustu daga og skera meðlimir hljómsveitarinnar sig svo sannarlega úr í fjöldanum.

Sönghöllin sem tengir Pollapönk og Gullfoss

Gamla skipasmíðastöðin í Kaupmannahöfn, þar sem söngsveitin Pollapönk heillaði evrópska sjónvarpsáhorfendur í gærkvöldi, tengist siglingasögu Íslendinga með sterkum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×