Á allar Eurovision-keppnirnar síðan 1985 Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 10. maí 2014 09:00 Jónína er fyrst og fremst aðdáandi Eurovision-keppninnar. Vísir/Vilhelm „Ég er búin að hafa áhuga á Eurovision síðan ég vissi hvað þetta var. Ég var sjö ára þegar Íslendingar kepptu fyrst árið 1986. Þá var ég stödd heima hjá frænku minni og vissi ekkert hvað þetta var. Ég horfði bara og beið eftir stigunum til Íslands og skildi ekki af hverju við fengum engin stig. Það ár vann Sandra Kim. Mér fannst hún æðisleg og í kjölfarið tók ég ástfóstri við bæði hana og keppnina sjálfa,“ segir Jónína Kristín Guðmundsdóttir, einn gallharðasti Eurovision-aðdáandi Íslands. Hún á upptökur af Eurovision-keppnunum síðan 1985. „Það var aldrei til vídjó á mínu heimili þannig að ég átti ekki þessi fyrstu ár til að byrja með. En foreldrar vinkonu minnar áttu keppnirnar á spólu síðan árið 1985 en hættu að taka upp upp úr 1990. Það passaði akkúrat við safnið mitt því þá byrjaði ég að taka upp. Ég keypti mér meira að segja tæki til að kópera spólur yfir á DVD. Núna á ég allar keppnirnar, nema keppnina í fyrra. Þá var mikið að gera hjá mér og ég gleymdi að taka hana upp. Ég þarf að redda mér henni einhvern veginn, hvort sem hún er til á DVD eða spólu. Auðvitað er hægt að panta þetta á netinu eða hlaða niður en ég vil fá upprunalegu útgáfuna með íslenska þulnum að lýsa eins og þetta var þegar ég var lítil,“ segir Jónina. Hún lenti í bobba fyrir undankeppnina á þriðjudaginn þegar Pollapönk steig á svið fyrir hönd Íslands. Upptökutækið hennar bilaði og þá voru góð ráð dýr. Jónína kallaði eftir hjálp á Facebook og fannst mörgum það afar spaugilegt. Spurði ein vinkona hennar meðal annars hvort þetta væri nokkuð stöðuuppfærsla úr fortíðinni. „Vinkona mín tók upp endursýninguna af keppninni og tók líka upp seinna undanúrslitakvöldið og ætlar að taka upp úrslitin fyrir mig því tækið mitt er enn bilað,“ segir Jónína sem tekur allt upp – sama hvort Ísland keppir eður ei. „Ég tek upp allt. Mér er alveg sama hvort Ísland er að keppa eða ekki. Ég er fyrst og fremst aðdáandi keppninnar. Auðvitað held ég alltaf pínulítið með Íslandi en ég vel mér uppáhaldslag – óháð því hvaða lag við sendum. Eins og þegar Selma fór með All Out of Luck árið 1999 þá hélt ég með Íslandi því við vorum með besta lagið,“ segir Jónina. „Ég held með Hollandi núna en auðvitað held ég líka með Íslandi. Pollapönkararnir eru æðislegir. Þeir flytja ekki tónlist sem ég fíla mest en boðskapurinn er góður, þeir eru skemmtilegir og vekja athygli með flottu búningunum sínum. Ég stend með þeim og vona að þeir fari sem allra lengst. Miðað við tístin á þriðjudag vorum við umtöluðustu keppendurnir á Twitter þannig að kannski verðum við í topp fimm. Veðbankar hafa ekki spáð miklu en það er ekki alltaf sama veðbankar og fólkið.“ Aðspurð hvort hún horfi einhvern tíma á upptökurnar segist Jónína svo sannarlega gera það. „Það er oftast þannig að ég horfi mest á keppnina sumarið eftir að hún er haldin hvert ár. Svo tek ég stundum maraþon og horfi á gamlar keppnir. Eftir að ég eignaðist barn árið 2009 hef ég haft minni tíma til að pæla í þessu. En ég er næstum því eins og alfræðiorðabók um keppnirnar þar á undan. Ég man til dæmis að Selma fékk ekkert stig frá Bosníu-Hersegóvínu árið 1999 og því vil ég kenna þeirri þjóð um að við töpuðum fyrir Svíþjóð.“ Jónína segir Eurovision-daga heilaga daga og tekur hún ekki í mál að vinna þegar keppnin er haldin. Á tímabili hélt hún hins vegar þessum eldheita Eurovision-áhuga út af fyrir sig. „Fólk hefur gert grín að mér út af þessu í gegnum tíðina. Á tímabili reyndi ég að halda þessu fyrir mig. Seinna meir, þegar ég hafði þroskast, var mér alveg sama. Allir hafa sín áhugamál og mér finnst aðdáunarvert þegar fólk tekur þau alla leið. Í dag er þetta ekkert feimnismál og ég er meira að segja búin að smita systur mína,“ segir Jónína hlæjandi. „Ég er samt eiginlega til skammar því ég hef ekki haft nógu mikinn tíma undanfarið og því ekki enn gerst félagi í FÁSES, félagi áhugamanna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ég auglýsi hér með eftir að forsvarsmenn félagsins finni mig á Facebook.“Molitva mest spilað á iTunes „Mér finnst erfitt að svara því hvað uppáhalds Eurovision-lagið mitt er. Wild Dances með Ruslönu stendur alltaf upp úr. Sem og lagið Molitva frá Serbíu árið 2007. Það er gaman að segja frá því að ég var í stóru Eurovision-partíi með fullt af Eurovision-aðdáendum það árið og hélt með því lagi. Mér fannst það langflottast en allir í partíinu horfðu á mig eins og ég væri hálfviti. Það trúði enginn á það þá. En ég náttúrulega vann. Þetta er mest spilaða lagið í iTunes-listanum mínum og ég fæ gæsahúð þegar ég hlusta á það. Uppáhalds íslenska lagið mitt er Mundu eftir mér með Gretu Salóme og Jónsa. Það er eina lagið sem við höfum sent sem ég var viss um að það færi miklu lengra. Það er líka gæsahúðarlag fyrir mig og ég hlusta á það reglulega.“ Eurovision Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
„Ég er búin að hafa áhuga á Eurovision síðan ég vissi hvað þetta var. Ég var sjö ára þegar Íslendingar kepptu fyrst árið 1986. Þá var ég stödd heima hjá frænku minni og vissi ekkert hvað þetta var. Ég horfði bara og beið eftir stigunum til Íslands og skildi ekki af hverju við fengum engin stig. Það ár vann Sandra Kim. Mér fannst hún æðisleg og í kjölfarið tók ég ástfóstri við bæði hana og keppnina sjálfa,“ segir Jónína Kristín Guðmundsdóttir, einn gallharðasti Eurovision-aðdáandi Íslands. Hún á upptökur af Eurovision-keppnunum síðan 1985. „Það var aldrei til vídjó á mínu heimili þannig að ég átti ekki þessi fyrstu ár til að byrja með. En foreldrar vinkonu minnar áttu keppnirnar á spólu síðan árið 1985 en hættu að taka upp upp úr 1990. Það passaði akkúrat við safnið mitt því þá byrjaði ég að taka upp. Ég keypti mér meira að segja tæki til að kópera spólur yfir á DVD. Núna á ég allar keppnirnar, nema keppnina í fyrra. Þá var mikið að gera hjá mér og ég gleymdi að taka hana upp. Ég þarf að redda mér henni einhvern veginn, hvort sem hún er til á DVD eða spólu. Auðvitað er hægt að panta þetta á netinu eða hlaða niður en ég vil fá upprunalegu útgáfuna með íslenska þulnum að lýsa eins og þetta var þegar ég var lítil,“ segir Jónina. Hún lenti í bobba fyrir undankeppnina á þriðjudaginn þegar Pollapönk steig á svið fyrir hönd Íslands. Upptökutækið hennar bilaði og þá voru góð ráð dýr. Jónína kallaði eftir hjálp á Facebook og fannst mörgum það afar spaugilegt. Spurði ein vinkona hennar meðal annars hvort þetta væri nokkuð stöðuuppfærsla úr fortíðinni. „Vinkona mín tók upp endursýninguna af keppninni og tók líka upp seinna undanúrslitakvöldið og ætlar að taka upp úrslitin fyrir mig því tækið mitt er enn bilað,“ segir Jónína sem tekur allt upp – sama hvort Ísland keppir eður ei. „Ég tek upp allt. Mér er alveg sama hvort Ísland er að keppa eða ekki. Ég er fyrst og fremst aðdáandi keppninnar. Auðvitað held ég alltaf pínulítið með Íslandi en ég vel mér uppáhaldslag – óháð því hvaða lag við sendum. Eins og þegar Selma fór með All Out of Luck árið 1999 þá hélt ég með Íslandi því við vorum með besta lagið,“ segir Jónina. „Ég held með Hollandi núna en auðvitað held ég líka með Íslandi. Pollapönkararnir eru æðislegir. Þeir flytja ekki tónlist sem ég fíla mest en boðskapurinn er góður, þeir eru skemmtilegir og vekja athygli með flottu búningunum sínum. Ég stend með þeim og vona að þeir fari sem allra lengst. Miðað við tístin á þriðjudag vorum við umtöluðustu keppendurnir á Twitter þannig að kannski verðum við í topp fimm. Veðbankar hafa ekki spáð miklu en það er ekki alltaf sama veðbankar og fólkið.“ Aðspurð hvort hún horfi einhvern tíma á upptökurnar segist Jónína svo sannarlega gera það. „Það er oftast þannig að ég horfi mest á keppnina sumarið eftir að hún er haldin hvert ár. Svo tek ég stundum maraþon og horfi á gamlar keppnir. Eftir að ég eignaðist barn árið 2009 hef ég haft minni tíma til að pæla í þessu. En ég er næstum því eins og alfræðiorðabók um keppnirnar þar á undan. Ég man til dæmis að Selma fékk ekkert stig frá Bosníu-Hersegóvínu árið 1999 og því vil ég kenna þeirri þjóð um að við töpuðum fyrir Svíþjóð.“ Jónína segir Eurovision-daga heilaga daga og tekur hún ekki í mál að vinna þegar keppnin er haldin. Á tímabili hélt hún hins vegar þessum eldheita Eurovision-áhuga út af fyrir sig. „Fólk hefur gert grín að mér út af þessu í gegnum tíðina. Á tímabili reyndi ég að halda þessu fyrir mig. Seinna meir, þegar ég hafði þroskast, var mér alveg sama. Allir hafa sín áhugamál og mér finnst aðdáunarvert þegar fólk tekur þau alla leið. Í dag er þetta ekkert feimnismál og ég er meira að segja búin að smita systur mína,“ segir Jónína hlæjandi. „Ég er samt eiginlega til skammar því ég hef ekki haft nógu mikinn tíma undanfarið og því ekki enn gerst félagi í FÁSES, félagi áhugamanna um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Ég auglýsi hér með eftir að forsvarsmenn félagsins finni mig á Facebook.“Molitva mest spilað á iTunes „Mér finnst erfitt að svara því hvað uppáhalds Eurovision-lagið mitt er. Wild Dances með Ruslönu stendur alltaf upp úr. Sem og lagið Molitva frá Serbíu árið 2007. Það er gaman að segja frá því að ég var í stóru Eurovision-partíi með fullt af Eurovision-aðdáendum það árið og hélt með því lagi. Mér fannst það langflottast en allir í partíinu horfðu á mig eins og ég væri hálfviti. Það trúði enginn á það þá. En ég náttúrulega vann. Þetta er mest spilaða lagið í iTunes-listanum mínum og ég fæ gæsahúð þegar ég hlusta á það. Uppáhalds íslenska lagið mitt er Mundu eftir mér með Gretu Salóme og Jónsa. Það er eina lagið sem við höfum sent sem ég var viss um að það færi miklu lengra. Það er líka gæsahúðarlag fyrir mig og ég hlusta á það reglulega.“
Eurovision Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira