Lífið

Auðvitað klæðast strákarnir íslenskum lopapeysum

Ellý Ármanns skrifar
„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt,“ segja bakraddarsöngvararnir Bibbi og Óttarr í meðfylgjandi myndskeiði sem tekið var af Pollapönk sem komu fram á útitónleikum í gær. Eins og sjá má var þeim vel tekið.

Ef myndskeiðið sem er neðst í fréttinni er skoðað má sjá að strákarnir klæðast klassískum íslenskum lopapeysum sem voru gjafir frá Varma en peysurnar voru sérsniðnar fyrir Pollapönk-meðlimi.

Mynd/eurovision.tv
„Okkur fannst það vera vel við hæfi að fulltrúar Íslands klæðist alíslenskri framleiðslu úr íslensku hráefni. Þessar peysur hafa verið framleiddar í fjölda ára hjá Varma en eingöngu í okkar klassísku sauðalitum, það er í gráu og svörtu með hvítu mynstri. Í tilefni af Eurovision voru þær prjónaðar fyrir Pollapönk hópinn í litum hvers og eins. Peysurnar eru ekki í almennri sölu en það er aldrei að vita hvað verður í framhaldinu,“ segir Birgitta G. S. Ásgrímsdóttir sölu- og markaðsstjóri Varma spurð út í peysurnar.

mynd/eurovision.tv
mynd/eurovision.tv

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×