Lífið

Arðvænlegt að veðja á Ísland

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Mynd/eurovision
Pollapönk átti ekki að komast upp úr undankeppninni ef marka má líkurnar hjá hinum ýmsu veðbönkum fyrir hana.

Þegar tölur helstu veðbanka voru teknar saman áður en Eurovision hófst, þar á meðal Bet365, Ladbrokes og Betfair, voru líkur Pollapönks nánast engar og þeir sem hefðu veðjað á að þeir myndu vinna Eurovision-keppnina hefðu getað allt að 400-faldað peninginn. Vorum við á botninum með Albaníu, Makedóníu, Georgíu, Portúgal og San Marínó.

Hafa þessir veðbankar eitthvað til síns máls því aðeins ein önnur þessara þjóða komst upp úr undanriðlunum og það var San Marínó sem kom mörgum mjög svo á óvart. Í þessum fyrstu spám var framlag Armeníu talið sigurstranglegast og fast á hæla því fylgdi sænska lagið.



Samkvæmt sömu veðbankaspám í dag hafa líkurnar aldeilis breyst. Nú geta þeir sem veðja á Ísland til sigurs aðeins um 200-faldað peninginn og er talið líklegt að Ísland lendi í 21. sæti af þeim 26 löndum sem keppa. Þá hefur Svíþjóð skotist upp í toppsætið, Austurríki er í öðru sæti og Ungverjaland í því þriðja. Armenía vermir síðan fjórða sætið.


Tengdar fréttir

Sjáðu Steinda fagna

Eins og sjá má var spennan mikil hjá Steinda Jr sem birti þetta myndskeið af sér í gær.

Lyginni líkast - 3 stig réðu úrslitunum

Jon Ola Sand, stjórnandi Eurovisionkeppninnar upplýsti á Twitter síðunni sinni í morgun að aðeins 3 stig voru á milli framlags landanna sem lentu í tíunda og tólfta sæti í undankeppninni í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×