Harmageddon

Tónleikar fullkomnir fyrir hösslið?

Anna Tara Andrésdóttir skrifar
Tuborg í samstarfi við FM957 og X977 kynna Sumarveislu  á  Bar 11 og Park (gamli Hverfisbarinn) í kvöld og annað kvöld eftir Eurovision (allir að styðja Pollapönk ). Fram koma Highlands , Vök , Úlfur  Úlfur , Emmsjé Gauti , Kajak , KSF , Steinar og Hljómsveitt . Það er FRÍTT INN í tilefni sumarsins. Er þetta í fyrsta sinn sem FM957  og X977  vinna saman? Er FM957 loksins að verða nógu kúl fyrir X977?Emmsjé Gauti og Karin Sveinsdóttir söngkonan í Highlands eru systkini, hafið þið tekið eftir því? Stuðningurinn og kærleikurinn er yfirgnæfandi og hver vissi að Logi Pedro væri svona frábær gæi? ok, allir reyndar. Arnar Freyr í Úlfur Úlfur er á lausu svo það er um að gera að mæta á svæðið og fanga athygli hans. Vök eru bjartasta von Íslands og mjög álitleg útlitslega séð. KSF þið þurfið að skrifa meira um ykkur á facebook. Kajak, ég þekki ykkur ekki heldur en hlakka til að kynnast ykkur í kvöld, ég er rosa fín stelpa. Steinar þú ert með flott hár. Katrín Helga í Hljómsveitt er líka á lausu, hey, Arnar Freyr?

Þið getið fengið ykkur armband sem tryggir ykkur bjór á 500 kall alla helgina með því að deila facebook síðu Kynlegra kvista á facebookinu ykkar og skrifa á vegg Kynlegra kvista tékk, eða hvað sem þið viljið skrifa, opin fyrir öllum ástarjátningum.

Dagskrá:

Föstudagur:

Bar 11

Kajak

Hljómsveitt

DJ Orri Freyr af X977

PARK

KSF

Steinar

DJ Pétur Valmundar af FM957

 

Laugardagur:

Bar 11

Úlfur Úlfur

Vök

DJ Orri Freyr af X977

PARK

Highlands

Emmsjé Gauti

DJ Pétur Valmundar af FM957

Inspirational quote dagsins er ,,be yourself, everybody else is taken”.
×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.