Fótbolti

Aron í 30 manna HM-hópi Klinsmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Aron Jóhannsson er einn sex framherja sem er í 30 manna leikmannahópi Bandaríkjanna fyrir HM í Brasilíu í sumar.

Landsliðsþjálfarinn Jürgen Klinsmann má bara taka 23 leikmenn með sér til Brasilíu en Aron hefur átt fast sæti í landsliðshópnum síðan hann ákvað að gefa kost á sér í bandaríska landsliðið fremur en það íslenska.

Aron og félagar hans í landsliðinu hefja æfingar í Palo Alto í Kaliforníu síðar í mánuðinum og lokahópurinn verður svo tilkynntur þann 2. júní.

Þeir framherjar sem eru í hópnum auk Arons eru Jozy Altidore (Sunderland), Terrence Boyd (Rapíd Vín), Clint Dempsey (Seattle Sounders), Landon Donovan (LA Galaxy) og Chris Wondolowski (San Jose Earthquakes).

Leikmannahópurinn:

Markverðir: Brad Guzan (Aston Villa), Tim Howard (Everton), Nick Rimando (Real Salt Lake).

Varnarmenn: DaMarcus Beasley (Puebla), Matt Besler (Sporting Kansas City), John Brooks (Hertha Berlin), Geoff Cameron (Stoke City), Timmy Chandler (Nürnberg), Brad Evans (Seattle Sounders), Omar Gonzalez (LA Galaxy), Clarence Goodson (San Jose Earthquakes), Fabian Johnson (Hoffenheim), Michael Parkhurst (Columbus Crew), DeAndre Yedlin (Seattle Sounders).

Miðjumenn: Kyle Beckerman (Real Salt Lake), Alejandro Bedoya (Nantes), Michael Bradley (Toronto FC), Joe Corona (Club Tijuana), Brad Davis (Houston Dynamo), Mix Diskerud (Rosenborg), Maurice Edu (Philadelphia Union), Julian Green (Bayern Munich), Jermaine Jones (Besiktas), Graham Zusi (Sporting Kansas City).

Sóknarmenn: Jozy Altidore (Sunderland), Terrence Boyd (Rapid Vienna), Clint Dempsey (Seattle Sounders), Landon Donovan (LA Galaxy), Aron Jóhannsson (AZ Alkmaar), Chris Wondolowski (San Jose Earthquakes).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×